Fríkirkjan - 01.09.1901, Page 10

Fríkirkjan - 01.09.1901, Page 10
164 Loka kom endirinn. Faðir hennar var í herberginu við rúmið hennar. „Ó, að hún vaknaði og talaði til mín einu sinni enn!“ sagði hann og laut yfir hana: ,Eva, yndið mitt!* Stóru, bláu augun opnuðust, og bros lék um varirnar. Hún reyndi til að reisa við höfuðið og tala. „Þekkirðu mig, Eva?“ sagði faðir hennar. ,Elsku pabbi,“ sagði barnið og vafði handleggjunum um hálsinn á honum, en á næsta augnabliki hnigu þeir máttvana niður; hún braust um tO að reyna að ná andanum, og teygði upp litlu hendurnar. ,Ó, guð minn góður, þetta er hræðilegt!“ sagði St. Clare, og sneri sér undan, frá sér numinn af angist. Hann þreif i höndina á Tómasi í einhverju ofboði. „Ó, Tómas, Tómas, þetta er ógurlegt, það gjörir útaf við mig!“ Tómas tók báðum höndum utan um hönd húsbónda síns; tárin streymdu niður um hinar dökku kinnar hans, en hann leit upp á við; þaðan hafði hann ætíð vænt hjálpar. Barnið lá nú rólegt, en dró andann ótt og títt, og var auð- séð að lifskraptur hennar var þrotinn. Hún hafði opin stóru, bláu augun og starði út í geiminn. Þau þyrptust öll að rúminu. „Eva“ sagði St. Clare blíðlega. Hún heyrði ekki til hans. „Ó, Eva, segðu okkur hvað þú sérð! hvað er það?“ sagði faðir hennar. Bjart og dýrðlegt bros Ijómaði á ásýnd hennar og hún sagði hægt og með hvildum: — Ó, kærleikur — friður — gleði!“ — svo stundi hún við og gekk frá dauðanum til lífsins! Farðu vel ástkæra barn! Hinar björtu dyr eilífðarinnar hafa lokast á eptir þér. Vér sjáum eigi framar þitt undur- fagra andlit. XVIII. Legree. St. Clare lagðist hættulega veikur eptir að Eva dó. Hann komst á fætur aptur, en aldrei náði hann sér til fulls. Hann reyndi að sökkva sér niður í störf sin, en honum tókst eigi að bæla sorg sina með því. Ókunnugu fólki sýndist hann glaður og kátur, en í hjarta sínu bar hann þunga sorg. Einn dag er hann var að skilja tvo menn, sem áttu í illdeilu, vildi

x

Fríkirkjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.