Fríkirkjan - 01.10.1901, Síða 4
164
þjóðinni að meta kristindóminn væri það, að svipta burtu þess-
um ríkisrekkjuvoðum öllum saman, sem kristindómur þjóðar
vorrar hefur verið svæfður í, en snúa sér til hins kristna lýðs
í landinu og segja: „Nú getið þér kosið um, hvort þór viljið
halda uppi kristilegum fólagsskap, eða ekki. En ef þér viljið
það, þá verðið þér sjálfir að leggja allt fram, sem til þess þarf.
Ríkið annast þetta ekki lengur. Ríkið hefur hingað til lagt
allt upp í hendurnar á yður, en það hefur ekki verið til neins
annars enn ala upp í yður afskiptaleysi og ónytjungsskap. Nú
verðið þér að reyna að rísa úr fletinu og hrista af yður mókið,
sem á yður hefur runnið."
Vér erum alveg hissa á því, hvernig hinn heiðraði höf-
undur skrifar um fríkirkjuhreifingarnar á landi voiu. Hann,
fríkirkjupresturinn í fríkirkjunnar landi, virðist líta hornauga
til þeirra hreifinga, sem hér liafa komið fram í þa hina sömu
átt. Hann talar alls ekki um þær eins og alvörugefinn krist-
inn maður ætti að gjöra, og á því furðar oss allra mest. —
Hann hefur í vorri áheyrn og margra annara manna talað um
fríkirkjuhugsjónina sem þá göfugustu félagshugsjón, sem uppi
sé í tímanum og unnt sé að helga krapta sina. Er það nú
sami maðurinn þetta eins og sá, sem hér hefur ekki úr öilu
sínu mikla orðasafni önnur virðulegri orð að velja þeim mönn-
um, er hór á landi vilja heiga þessari hugsjón krapta sína,
enn að tala um „uppþot“ og að „hrófla upp svoneíndum frí-
kirkjusöfnuði" ?
Vér verðum einnig að gjöra athugasemd við það, er hann
segir, að hver prestur, sem vill, geti komið fólkinu í uppnám.
Það er rótt eins og hann haldi, að prestarnir hafi hér verið að
gangast fyrir myndun fríkirkjusafnaða; en vér getum frætt
hann um það, að oss vitanlega hefur enginn prestur gjört það.
Vór skulum ekkert um það segja, hvað þeim hefði getað tekizt
í þessu eftii, ef þeir hefðu reynt það. Það getur vel verið að
það þurfi engan sérstakan garp til þess, eins og höf. segir; en
sem sagt, það hefur alls ekki reynt á þennan garpskap hjá
prestunum. Höf. tekur það sjálfur fram, að „uppþotið" í Reykja-
vík hafi orðið „nokkurn veginn af sjálfu sér, án þess að séra
Lárus Halldórsson, sem síðar gjörðist prestur þess úrgengna