Fríkirkjan - 01.04.1902, Page 12
60
þýzkan prest, Ottó Júlíus Funcke, sem er frægur orðinn fyrir
bækur sinar bæði i sínu landi og mörgum öðrum. Hann fædd-
ist 1836; faðir hans var læknir, en móðir hans prestsdóttir.
Hún var alvarlega trúuð kona. sem veitti börnum sínum ágætt
uppeldi og lifði af trú sinni í orðsins bezta skilningi. Ottó
Funcke vai- heilsulítill á æsku-árunum og varð því opt að
•sitja heiraa, þegar bræðrum hans var lofað að fara eitt-
hvað; féll honum það sárt, því að hann var snemma hneigður
til ferðalaga. Þegar þungiyndi eða óþolinmæði ætlaði þá að
yfirbuga hann, kraup móðir hans við hiið hans og bað með
drengnum sínum. Seinna þjáði hann efasýki; en bænirnar henn-
ar móður hans urðu ekki árangurslausar, svo að hann komst
til lifandi trúar.
Ottó Funcke hefur verið rúm 30 ár prest.ur i Bremen i
sameinuðu kirkjunni þýzku. Hann hallast að reíormortu kirkj-
unni í skoðun sinni á náðarmeðulum kirkjunnar og jafnvel
fleiru, en það kemur sára lítið fram i þeim bókum hans, sem
snúið hefur verið á dönsku og norsku.
Textinn í bókum hans er optast annaðhvort einhver ritn-
ingarkafli, eða það sem hann hefur heyrt eða séð á tíðum
ferðalögum. Hann ann framkvæmdarsömum kristindómi,
sneiðir sig hjá hárfinum ágreiningsatriðum sumra guðfræðing-
anna, gengur rakleitt að málefnum og hugsunarhætti nútíðar-
manna, blandar saman sakiausu spaugi og kristilegri alvöru,
notar reynzluna og daglega lífið til trúvarnar og byggir sifellt
á Jesú Kristi og friðþægingu hans.
Bækur hans sru almennings eign um öll Norðurlönd, —
nema ísland — og hafa orðið mörgum til ómetanlegrar bless-
unar. Peir prestar eða leikmenn vor á meðal, sem hafa efni
og vilja til að atla sér andlegra bóka, ættu að kynna sjer
eitthvað af bókum hans; þá mun ekki iðra þess.
Hjer skulu nefndar nokkrar bækur hans, eins og þær heita
í danskri eða norskri þýðingu, og er verð þeirra i kápu sett í
sviga fyrir aptan; sjeu þær í skrautbandi, er hver bók optast
krónu dýrari.
Guds Fodspor paa min Vej I.—II.. (6,00), Guds Skole (2,00),
Forvandlingerne (2,25), Glade, Lidelse, Arbejde (3,00), Hus-
andagtsbog (4,00), Apostelen Faulus (3,00), Sjœlekamp og Sjœle-