Fríkirkjan - 01.06.1902, Blaðsíða 3

Fríkirkjan - 01.06.1902, Blaðsíða 3
83 Allir verkamennirnir á ekrunum eru svertingjar. Forfeð- ur þeirra áttu heima í suður-álfunni, og voru þá frjáisir menn, sem þurftu lítið að hafa fyrir lífinu. En svo komu hvítu mennirnir, sem þóttust vera siðaðir og kristnir, og stálu svörtu mönnunum og seldu þá til að veiða vinnudýr í Vesturheimi. Svertingjarnir, sem hér ræðir um, voru raunar í orði kveðnu hættir að vera þrælar, og áttu sér dálitla pálmakofa, þar sem þeir gátu hvilt sig eptir dagsverkið; en hann Lyden frá Hollandi, sem átti þessar ekrur, var harður og refsingasamur, og því nær einvaldur yfir vinnufólki sínu. Hann taldi svertirigjana ekkert annað en vinnudýr, raunar heldur æðri en hin dýrin. Þeim veitir ekki af ströngu eptirliti, eptir skoðun hans og eiga ekki að fá meira en svo að þeir rétt geti haldið kröptum. Honum hafði aldrei komið til hugar, að þeir hefðu ódauðlega sál, sem væri nauðsyn á ljósi guðsríkis. Hér um bil ári áður en viðburður sá gjörðist, sem sagt er frá hér að framan, var Lyden að ganga um ekrur sínar og líta eptir uppskerunni. Það var fjarska heitt og allir voru önnum kafnir. Kaffipokarnir stóðu hver við hliðina á öðrum, og nú átti að fara að vigta þá og innsigla, áður en þeir væru sendir af stað til Norðurálfunnar. Lyden rak höndina niður í þá, til að gæta að, hvort „svertingja úrþvættin" hefðu ekki látið steina ofan í þá, til þess að þyngja kaffið. Brennheitir sólargeislar smeygðu sér niður á milli trjáblað- anna; hitinn var allt af að vaxa, svo að Lyden fanristnógum; hann lagðist því í forsæluna undir eitt tréð og sofnaði. Að stundarkorni liðnu vaknaði hann við éitthvert þrusk. Hann ieit upp og kom auga á gamlan svertingja, sem læddist burtu. Svertinginn skalf og nötraði, þegar húsbóndi hans kallaði á hann, hann vissi að það gat orðið honum ábyVgðarhluti að hafa vakið húsbónda sinn. „Hvað ertu að gjöra hérna?“ hrópaði Lyden. „Eg? Ekkert“, svaraði svertinginn vandræðalega. nBú hefur ekkert hér að gjöra og þarft ekki að vera að flækjast hér á meðan eg sef; snautaðu til vinnu þinnar“. Lyden gekk heim til sín, hitinn var að verða óþolandi, en þegar hann ætlaði að fara að þvo sér um hendurnar seinna um daginn saknaði hann gimsteinahrings síns. Hvað gat hafa

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.