Fríkirkjan - 01.06.1902, Blaðsíða 11

Fríkirkjan - 01.06.1902, Blaðsíða 11
91 aptur, og hvaö ætli hann hugsi þá, þessi maöur? Skyldi hann ekki hugsa á þá leið? Hugsaðu um sjálfan þig, að þú sért ekki óhreinn, áður en þú fer að áminna aðra.“ ,Ef hann segir það. þá svaraðu honum, að þú aetlir að þvo þér aptur. Það verður allt af nokkurt ryk á veginum, og þó þú farir varlega, hlýtur þú samt að óhreinkast, en óhreinind- in mega ekki safnast fyrir; þú verður að þvo þér jafnóðum í þessari uppsprettu, annars gengur ekki af þér.“ Það eru margir á ferð á breiða veginum og á graslend- inu kringum oss. Þeir stefna í ýmsar áttir og eru sjaldan sammála um neitt, nema að telja oss heimskingja, sem förum eptir þrönga veginum. Þeir segja, að vér gjörum oss of erfitt fyrir og séum sérvitrir. En það er raunar eðlilegt að vissu leyti, þótt þeim finnist það. Þeir hafa ekki komið auga á tak- mark vort og fjærlægjást, það allt af, þeir þekkja heldur ekki vin vorn, og skilja ekki í því að hann sé ljós vort og líf, og sé oss margfalt meira virði en allur hégóminn, sem þeír mota svo mikils. Yér getum ekki komizt hjá því að eiga ýmislegt saman við þessa menn að sælda. Stundum eru þeir þá afundn- ir, af því þeir halda að vér fyrirlítum þá, þótt vér kennum að eins innilega í brjóst um þá; stundum eru þeir þar á móti mjög vingjarnlegir og reyna þá beinlinis eða óbeinlínis til að teygja oss með sér. Það hefur opt komið fyrir að eg hef á þann hátt farið út af veginum, en vinur minn hefur þá kallað á mig. Maðurnokkur úr þessumhóp bakaði mérmikla sorg, og reidd- ist eg þá við hann í meira lagi. Mér fannst eg mundi aldrei geta fyrirgefið honum þetta né orðið aptur veruiega glaður. Vinur minn huggaði mig og kenndi i brjóst um mig; en hann minnti mig á hvað eptir annað að eg yrði að fyrirgefa, meira að segja elska þennan roann. „Hvernig getur þú krafizt þess að eg fyrirgefi og láti mér þykja vænt mann, sem hefurgjört mér svo mikið illt, nei, mér er það ómögulegt." „ Elskar þú mig?“ sagði vinur minn alvariega. Hvort eg elska hann! — Eg get ekki lýst þeim tilfinning- um, sem spurningin vakti. Eg leit framan í hann með tárin í augunum, en leit svo Óðara undan aptur. „Þú vei??t það,“ stundi eg upp. „Já, eg

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.