Fríkirkjan - 01.06.1902, Blaðsíða 8

Fríkirkjan - 01.06.1902, Blaðsíða 8
88 Tobias og Berta gátu ekki komið upp neinu orði, en tárin streymdu niður kinnar þeirra á meðan þau voru að komast niður úr vagninum. Þegar sálminum var lokið, tók presturinn stórt skjal upp úr vasa sínum og sagði: „Eg á eptir að flytja ykkur heiilaósk frá manninum, sem átti hringinn, sem þið funduð í haust og varðveittuð svo ráð- vandlega; það varð honum til blessunar að hringurinn kom til skila, og hefur hann þvi beðið mig i bréfi þessu að afhenda ykkur í dag þúsund krónur og gjafabréf fyrir fimm hundruð krónum á ári hverju úr þessu á meðan þið lifið. Hérna eru peningamír, guð hefur blesiað ráðvendni ykkar“. Gömlu hjónin ætluðu varla að trúa augum sínum og eyrum. Þau voru alveg hætt að hugsa um hringinn. Þegar Tobías gamli gat loks komið upp orði, snéri hann sér að konu sinni og sagði: „Nú ættum við að vera farin að kunna fyrsta boðorðið“. [Þýtt hefur S. Á. G.] Á leiðinni heim. Bezti vinur minn er mér samferða. Hann hefur tekið í höndina á mér og fullvissað mig um, að hann skuli fyigja mér leiðina, sem enginn ratar nema hann til fallega og ríku- lega heimkynnisins bak við fjöllin. Menn skyldu halda að eg væri glaður og þakklátur og fylgdi honum með fúsu geði, en því er nú ver, því er hvergi nærri allt af svo varið. Stundum græt eg, kveina og kvarta, og hann verður þá að toga í mig svo eg nemi ekki staðar. Mér líkar ekki vegurinn, hann er opt svo ósléttur og grýttur. Á báðar hliðar er gras- geflð iand og breiðir vegir. Þegar eg spyr vin minn, hvers vegna við megum ekki fara einhvern þeirra, svarar hann: „Kæra barn, ef við gætum haldið réttri stefnu á þeim vegum, skyldi eg vera fús til að lofa þér að fara þá, en við missum sjónar á takmarkinu, ef við förum út af þessari götu“. Eg lötra þá áfram hálfhnugginn og óánægður, þótt eg viti, að hann iíti til mín vingjarnlega, og að það mundi gieðja hann, ef eg

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.