Fríkirkjan - 01.06.1902, Blaðsíða 5

Fríkirkjan - 01.06.1902, Blaðsíða 5
85 upp, prestshjónin, djákninn og nokkrir krakkar koma inn; þau eru með jólatré og setja það á borðið í stórum jurtapotti full- um af mold — nei, hann er fullur af ilmandi kaffibaunum. Prestskonan kveikir á jólatrónu og djákninn byrjar jóla- sálminn. Þegar hann er á enda, segir presturinn: „Vinir mínir, þið gátuð ekki komizt til kirkjunnar og kemur hún því til ykkar. Söfnuðurinn sendir ykkur kveðju, hann hefði ekki rúm- azt allur hér í húsinu ykkar og hefur því sent okkur með jólagjaf- irnar. Hérna eru nokkrir skildingar upp í vextina og í þess- um smápokum er ýmislegt, raunar ekki demantshringar, en það er samt mikils virði, af þvi að það er gefið í kærleika". f*að er komið fram á þorra. Lyden er með bréf í hend- inni og marg les það. Hann roðnar og fölnar á víxl. Ætli það sé satt? ]?að væri óttalegt! Demantshringurinn á að hafa fundizt í kaffipoka! Hann man enn eptir deginum, þegar hringurinn hvarf. Hann hafði rótað í kaffinu með hendinni, svo að það var ekki ómögulegt. En þá var Robby saklaus, og hafði ófyrirsynju orðið að þola alls konar misþyrmingar, ti! að segja, hvað hann hefði gjört við hringinn. Lyden Yar ekki sérlega viðkvæmur, en þegar hann hugsaði um meðferðina á Robby, sem hann sá nú að hlaut að vera saklaus, þá fór hroll- ur um hann. Hann stóð upp og gekk hljóðlega til fangakltf- ans. Allt var hljótt, en allt í einu heyrði hann hljóðskraf og nafn sitt nefnt. Hver var að tala um hann? Það skyldi þó ekki vera samsæri á ferðum? Hann læddist á tánum og fór brátt að heyra greinileg orðaskil. „Heldurðu, að þú sért mikið lakari?" segir einhver. „Eg held að eg eigi skammt eptir“ segir Robby. „Trúir þú nú af öllu hjarta, að guð hafi fyrirgefið þér syndirnar og muni gefa þér eilíft lif?“ „Já, eg trúi því aí öllu hjarta, og get nú þakkað guði fyrir að húsbóndi minn lét mig vera hér, annars hefðuð þér líklega ekki komið til mín, og eg þvi síður hlustað á yður“

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.