Fríkirkjan - 01.06.1902, Blaðsíða 13

Fríkirkjan - 01.06.1902, Blaðsíða 13
93 búinn að gleyma því að við erum ferðamenn, og erum ekki komnir að takmarkinu: heimkynni voru hinumegin?" Svo höldum við áíram. Því lengra sem við komumst, því betur sé eg heimkynnið, en — eg sé einnig djúpan dal og straumhart fljót i dalnum og — því miður — vegurinD liggur að fljótinu og yfir það; það er ægilegt, en það er ekkert undanfæri. Eg varð fullur skelfingar við þá hugsun, og kvart- aði um það hvað eptir annað við vin minn. Loks sagði hann: „Treystir þú mér?1' „Já, af öllu hjarta", svaraði eg. „Hef eg nokkru sinni yfirgefið þig, leitt þig af réttri leið eða ráðið þér óheilt?" ,Nei, aldrei". Það var ekki erfitt að svara því. „Treystu mér þá úr þessu; eg ætla aldrei að sleppa af þér hendinni, og þá ekki heldur, þegar við komum að fljótinu. Eg skal sjá um að þú komist klaklaust yfir*. Eg hefi ekki kvartað síðan; eg treysti honum öruggur. fegar eg er að hugsa um hann, segi eg opt i hjarta mér á þessa leið: Kærleiksriki, blessaði vinur minn! Kenn þú mér að vera öruggur, glaður og vongóður, og að fylgja þér skilyrðislaust, að gefa mig ætíð alveg þér á vald, að dýrka þig og vegsama af öllu hjarta og eiska þig yfir alla hluti fram af öllu mínu fátæklega hjarta, af því þú elskaðir mig að fyrra bragði. í þínu dýrðlega heimkynni, sem er svo eptirsóknarvert, blessun- arrikt og inndælt, af því þú átt þar heima og hefur tilbúið mér þar stað, — mun eg á síðan lofa þig og vegsama um aiia eilífð. -j (Þýtt hefur S.' Á. G.) Með skammstöfun þeirri, er hér stendur uppi yfir, táknast: Kristilegt félag ungra ínanna. Slíkur félagsskapur er nú orðinn mjög aimennur erlendis í flestum eða öllum löndum mótmælenda, og jafnvel i kaþólskum löndum; þó mun hann þar yera mestmegnis eða eingöngu meðal þeirra mótmælenda, sein þar eiga heima, ekki.fyrir þá sök að kaþólskum ungmenn-

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.