Fríkirkjan - 01.06.1902, Blaðsíða 16

Fríkirkjan - 01.06.1902, Blaðsíða 16
96 sjálfur að ætlan vorri algjörlega mótfallinn skoðun þeirra á ritningunni. Tilsjónarráðið mun hr. Fermaud hafa skipað, og eru í þvi: Hallgrímur biskup Sveinsson (verndari félagsins), Þór- hallur lektor Bjarnarson og Jóhann dómkirkjuprestur forkels- son. f*að er bæði óskandi og vonandi, að þessi fjölskipaða stjórn hrindi nú málefni þessu kröptuglega áfram, og það eigi að eins hér í bænum, heldur og sem víðast annarstaðar á landi voru. Á vin vorn, berra Charles Fermaud, munum vér seinna minnast nokkuð gjör, og skal hér því staðar numið að sinni. Aðeins eins atv'iks viljum vór að endingu geta, og það með sorg og blygðun fyrir bæjarmaniia hönd hér í Reykjavik. Eptir að hr. Fermaud kom ur ferðalagi sínu, hélt hann hér tvær tölur, hvora annari betri, ijómandi pródikun í dóm- kirkjunni og afbragðs skemtilegan fyrirlestur í iðnaðarmanna- hósinu. Báðar samkomurnar voru illa sóttar, einkum þó hin síðari, sem hann hélt kvöldið áður en hann sté á skipsfjöl. Það er raunalegt rænuleysi, að menn skuli gjöra sér, bæ sín- um, landi og þjóð það til skammar, að iáta útlending, sem kemur hingað i slíkum erindagjörðum, og það afbragðs mælsku- mann, sem menn alstaðar annarsstaðar flykkjast til að heyra — láta hann tala nálega fyrir tómum bekkjum. En átakanlegast aí öllu var það, að enginn af hinum nýkosnu stjórnendum og tilsjónarmönnum hins kristilega fó- lags ungra manna lét. sjá sig á siðari samkomunni, nema dómkirkjupresturinn einn. Hvervetna annarsstaðar mundi samkomusaiurinn hafa verið oröinn troðfullur af áheyrendum áður en tíminn var kominn. En hór kom hr. Fermaud að tómu húsi, og svo smátíndust á hálfum klukkutíma að þessir fáu menn, sem komu. Hr. Fermaud. fór héðan með „Lauru“ 17. þ. m. og biðja hann allir vel fara, sem kynntust honum á hinni stuttu dvöl hans hér á landi. Útgefandi: ILác*us Halldórsson, fríkirkjuprestur. Aldar-prentsmiðja.

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.