Fríkirkjan - 01.06.1902, Qupperneq 12

Fríkirkjan - 01.06.1902, Qupperneq 12
98 veit það,“ sagði hann; eg á ekkert orð til að lýsahversu mál- rómur hans var kærleiksrikur. — „En ætlar þú þá að hata þann, sem eg elska? Eg elska lika þennan mann, eins og þú hlýtur að vita, og mig langar til að geta fengið hann heim með mér. Reyndu að láta þér þykja vænt um hann mín vegna. svo að vérgetum sigrað hann með kærleika og umburðarlyndi." Eg fór að gráta, og það var sem reiði mín smábráðnaði og yrði að tárum. „Eg get það ekki,“ sagði eg við vin minn, „nema þú hjálpir mér og umberir mig; þú veizt bezt, hversu örðugt mér veitir að elska óvini mína.“ Hann hefur hjálpað mér í þessu efni á hverjum degi síðan. Þótt vinur minn þreytist aldrei, tekur hann samt óðara eptir því, þegar eg verð þreyttur. Hann segir þá: „Hvíidu þig nú, eg skal vaka yfir þér, svo þú þarft ekki að óttast að óvinur vor gjöri þértjón“. Ó- vinur vor er grimmur og siægur; hann hefur tælt mig optar en einu sinni til að óhlýðnast vini mínum, og verið stundum nærri búinn að fá mig til að skilja alveg við hann, svo að vinur minn hefur orðið að ieggja mikið á sig, til að ná mér úr klóm hans. Hann hefur veitt mér margan áverka og gjört mér mikið tjón; eg hata. hann og óttast hann og tálsnör- ur hans. En vinur minn þekkir hann einnig og hefur sigrað hann og sigrar hann enn, hvar sem þeir mætast,. Eg þarf því ekki annað en víkja aldrei frá hlið vinar míns, þá er eg ó- hultur. Stundum liggur leiðin um þrönga dali, þar sem fjöllin eru svo há, að þau skyggja á sólina, svo allt verður skuggalegt og kuldinn gagntekur mig. Þá halla eg mér upp að vini mínum, því að eg er hræddur við myrkrið og kuldann, og svo veit eg að óvinurinn liggur þar í leyni og reynir að klófesta mig, ef eg sleppi hendi vinar míns, þótt ekki væri nema eitt augnablik. Þegar við svo komum upp úr dalnum aptur, þar sem bless- uð sólin vermir og lýsir, þó verð eg svo innilega glaður og gagntekinn af þakklæti við vin minn. Eg hef þá stundum sagt við hann: „Megum við ekki nema hér staðar, hér væri oss gott að vera“. En vinur minn hristir höfuðið og segir: „Ertu

x

Fríkirkjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.