Fríkirkjan - 01.06.1902, Blaðsíða 6

Fríkirkjan - 01.06.1902, Blaðsíða 6
86 „Hefirðu nú fyrirgefið Lyden alveg rangindin, sem hann hefur sýnt þér?* „Já, vissulega; mér þykir vænt um hann, og vildi óska að þér gætuð sagt honum frá öllu, sem þér hafið sagt mér“. „Já eg viidi óska að eg mætti tala við hann um írels- arann“. Það sló köldum svita út um Lyden, hann hafði þekkt rödd þess, er síðast talaði. Það var kristniboðinn, sem kom til hans fyrir skömmu og bað hann um leyfi til að prédika fyrir svert- ingjunum, sem hjá honum voru. Hann hafði verið mjög þur- legur við kristniboðann, sagzt halda að svertingjana varðaði lítið um það, sem hann kallaði kristindóm; það yrði ekki til annars en ala upp í þeim þrjózku og leti; og þegar svo kristni- boðinn maldaði í móinn, hafði hann rekið hann út og fyrir- boðið honum að halda nokkra samkomu innan sinna umráða. „Eg vildi ekki óska honum að þola eins mikið og eg hef liðið að undanförnu, en eg vildi að guð gæfi að hann mætti horfa eins rólegur móti dauða sínum, eins og eg get núna,“ heyrði hann að Robby sagði. Nú gat hann ekki lengur legið á hleri; hann skundaði inn í fangaklefann, féil á kné við hliðina á Robby, sem lá á gólfinu, laut niður að honum og sagði: „Eg veit, að þú ert sak- laus, ó, fyrirgefðu mér, hvað eg hef verið miskunnarlaus við þig“. Kristniboðanum og Robby varð heldur en ekki hverft við. Robby gat varla trúað öðru en þetta hlyti að vera draumur, en samt reyndi hann að rísa upp og stundi upp: „Guð blessi yður, herra minn“. Rétt á eptir var Robby kominn í mjúka sæng í húsi hús- bónda síns. K ristniboðinn og Lyden sátu báðir hjá honum, hann var að fram kominn, en var þó rólegur og glaður yfir þvi að hafa fundið náð hjá guði, og sjá að stallbræður sínir mundu fá annan húsbónda úr þessu. Yorið er komið og allt er orðið fullt af skógarilm og fuglakvaki. Tobías gamli og konan hans lifa enn þá og búa í húsínu

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.