Liljan - 01.02.1916, Side 10

Liljan - 01.02.1916, Side 10
16 LILJAN um með mönnum sínum, sem hér segir. Einn eða tvo skal hann senda eftir lækni með áreiðanlegum fregn- um um, hvernig maðurinn hafi meiðst. (Sár, blóðrás, mar, öngvit o. s. frv.) Sá á ekki afturkvæmt fyr en hann hefir fundið lækni. Ef mjög langt er til læknis, gerir foringinn ef til vill aðrar ráðslafanir til að ná i læknishjálp. Ef llokkurinn hefir ekki nauðsynlegar umbúðir eða gögn með sér, skal foringi senda annan mann eftir því í lyfjabúðina, ef hún er nálægt vettvang. Sjálfur skal foringinn ásamt öðrum mönnum sínum veita þeim, er fyrir slysi varð, þá hjálp, er hann álítur þörf á og talin mun verða í eftirfylgjandi greinum. Hann verður að vera ákveðinn í, hvað gera skuli, og má livorki vera á honum fum né hik og menn hans allir verða að hlýða honum skilyrðislaust. Ef slysið hefir viljað til úti, verður hann ef til vill að leita húsa, þó skal hann forðast allan óþarfa fiutning. Sé hinn meiddi maður meðvitunarlaus eða órólfær, lætur for- inginn menn sína bera hann, ef eitthvað þarf að færa hann. Það er hægt á tvo vegu og skal því nú lýst. Frh. Ská tinn. Eftir Richard Harding Davís. Stundu seinna gekk hann með stafinn í annari hendi og töskuna í hinni eftir póstveginum, sem liggur til Boston, og stundi af mæði. Dagurinn var afarheitur. Asfaltið á veginum var brennandi heitt og tibráin titr- aði og dansaði fyrir augum hans. Malpokinn á herð- um hans lá á honum eins og mara, nærfötin, sem hann

x

Liljan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Liljan
https://timarit.is/publication/484

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.