Liljan - 01.04.1916, Síða 3

Liljan - 01.04.1916, Síða 3
ÍSLENZKTSKÍTABLAÐ V ■■ ÚTGEFENDUR: VÆRINGJAR K. F U. M. Q 4-5. TBL. ^ APRÍL OG MAÍ 15)1« ( 1. ÁRG. ^ Páskar og æska. Munið þið, ungu vinir, eftir sögunni um ísraelsmenn í Egiptalandi? Það hafði verið farið illa með þá, en nú áttu þeir að fá heimfararlej'fi, áttu að fá að koma heim til hins þráða lands. En áður áttu þeir að halda páska, þeir áttu að slátra páskalambinu og eta það með ósýrðu brauði og beiskum jurtum. En jatnframt áttu þeir að vera ferðbúnir, liafa skó á fótum og stafi i höndum, en á dyrastöfum átti að sjást blóð lambsins, svo að dauð- inn færi fram hjá húsum þeirra. Páskar þ. e. Jramhjáganga. Eyðandinn fer fram hjá. Á þetta ekki erindi lil ungra sveina, sem vilja ganga á sigurbraul? Það eru mörg eyðandi öfi, sem sitja á svik- ráðum við liina ungu, það eru svo margar hættur, sem geta eytt æskufjöri. Það er ekki aðeins dauðinn, sem er á ferð, og kemur hann þó viða við nú á tímum, það eru einnig freistingar, sem veita þung sár, og þessvegna er viða grátið á andvökunóttum, margir foreldrar gráta vegna barnanna sinna, og mörgum æskumönnum gremst oft, hve mótstöðuaílið er lítið.

x

Liljan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Liljan
https://timarit.is/publication/484

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.