Liljan - 01.04.1916, Side 14

Liljan - 01.04.1916, Side 14
40 L I L J A N snéri hann baki við freistingunni og lagði af stað í brennandi sólarhitanum. Ungi maðurinn reyndi ekki frekar að stöðva hann. Hann lét bifreiðina nema staðar út við vegarjaðarinn undir stóreílis álm. Hann sat agndofa, krosslagði hend- urnar á stýrishjólinu og horfði hvössum augum eftir Jimmy. Þó gaf hann þessum granna dreng, sem labb- aði eflir brennandi asfaltinu, engan gaum. Hann hugs- aði ekki' um Jimmy, heldur um þá predikuq, sem Jimmy hafði haldið yfir honum og breylt sjálfur eftir. Ungi maðurinn gráhærði var einmitt að fiýja freistingu lika. Hann hafði fiúið með 60 rasla hraða á klukku- tíma undan þeirri freistingu að gera náunga sínum greiða. Þennan sama morgun hafði druknandi Cæsar kallað lil hans: »Hjálpa mér, Cassius, ella sekk eg», og hann hafði svarað: »Sökk þú«. Um það svar vildi hann ekki hugsa, og hafði líka reynt að forðast það. Það var reynsla hans að kappakstursbifreið með 60 hestaafli er liarður húsbóndi. Hún gefur manni ekki tíma til þess að sökkva sér niður í endurminningar eða verða tilíinninganæmur. En hann hafði ekki sloppið. Jimmy hafði náð í hann og komið honum til að hugsa aftur. Þeir sem fóru um veginn næsta hálftímann eftir þetta, sáu ungan mann aka í bifreið eins hart og vélin gat gengið. Hann starði fram undan sér og virtist ekki taka eftir neinu. Hálftiminn leið og ungi maðurinn ók inn í borgina. Inn í fyrsta veitinghúsið, sem hafði síma fyrir almenn- ing, fór hann og Iét pening í járnkassann, sem var hjá símtólinu. Hann hringdi síðan upp Mr. Carroll hjá Carroll og Hastings. Honum var sagt að Mr. Carroll neilaði öllum um viðtal og sagði því lil nafns síns. Á

x

Liljan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Liljan
https://timarit.is/publication/484

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.