Liljan - 01.10.1916, Page 15

Liljan - 01.10.1916, Page 15
LILJAN 79 kvöld fyrir fjölda fólks. Á annari samkomunni var hátt á 5. hundrað manns en á hinni full 500. Hann kann frá mörgu fróðlegu og skemtilegu að segja og gefst Væringjum kostur á að heyra oft til hans í vetur, ef þeir koma á U.- D. fund kl. 8*/» á miðvikudagskvöldum (einungis fyrir þá sem eru orðnir fullra 13 ára eða eldri) eða á Y.-D. fund á sunnudögum. Mætið á þeim fundum, Væringjar, og takið jafnaldra ykkar með ykkurl Nú eru æfingar byrjaðar enn á ný, því að Væringjar þeir, sem dvalið hafa um sumartímann upp f sveit, og það gera flestir, eru nú komnir lieim aftur og alt vetrarstarf K. F. U. M. er byrjað. Væringjar geta þvi miður ekki not- að hentugasta árstímann, sumarið, einsogskyldi til æfinga, af því að þá eru svo fáir af félögunum í bænum. Hinir lifa farfuglalífi, leita norður og austur á hóginn, þegar sumrar, en halda suður á við, þegar haustar. Fólkið í sveitunum fagnar komu farfuglanna, því að þá er von á sól og sumri. Væringjar, flytjið sólskin með ykkur þangað, sem þið eruð á sumrin, svo að fólkið þar hafi einnig ástæðu til að fagna komu ykkar! Væringjafélagið á nú tvö tjöld og flest þau áhöld, er nauðsynleg eru við útilegur, en eitt skortir okkur all til- finnanlega og er það kerra. Kerru verðum við að eignast fyrir næsta sumar, þvi að eigi getum við altaf lifað á góð- semi náungans. Kerrur þær, er skátar nota erlendis, eru með tjaldi yfir og þannig gjörðar, að 6—10 drengir draga, og kosta, hvorki meira né minna en 60 krónur. Þannig lagaða kerru verðum við að eignast, og er hér með stofn- aður »Kerrusjóður« með 5 kr. Pað vantar því 55 kr. Hver kemur næst? • — Kensla er nú aftur byrjuð í »Hjálp í viðlögum«. Hún fer fram í tvennu lagi: Á mánudögum kl. 8'/a fyrir þá, sem staðist hafa Væringjaprófið minna, og á fimtudögum kl. 8'/> fyrir þá, sem ekki liafa tekið það próf. Mætið vel og slund- vislega! & & $

x

Liljan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Liljan
https://timarit.is/publication/484

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.