Kirkjublað - 01.03.1934, Side 6
58
KIRKJUBLAÐ
kyns, vegna þess, að sagan ber vitni og segir, að slíkur
maður hafi lifað, og vér finnum, að þannig eiga allir
að ummyndast til líkingar við hann.
Kristindómurinn, sá sanni kristindómur, er allur sá
straumur kærleiks og nýrrar vonar og endurleysandi
fagnaðar, sem orðið hefir af starfsemi Jesú Krists, beint
og óbeint, — af kenningum hans og fordæmi og um-
hugsuninni um hann. Margir hafa hneykslazt á því, og
talið það fásinnu, að tigna Jesúm sem Guð eða Guðs
son. En ef Guð er hinn skapandi máttur allrar fuH'
komnunar, hvar opinberast hann þá betur og mönnuitf
skiljanlegar, en í mannssál, sem þrungin er ást og viti?
Og hvaða guð er oss betra að tigna, en hina heilögustu
og fullkomnustu mannssál? Villa mannanna hefir ekki
verið fólgin í því að sjá guð í Jesú, heldur er hún fólg'
in í því, að sjá ekki einnig guð í sjálfum sér og í gjör-
vallri náttúrunni. Hún er fólgin í þessari blindu skiln'
ingarvitanna, sem Jesús hlaut svo oft að andvarpa yfir
og beita lækningamætti sínum við, að sjá ekki sjáand1
og heyra ekki heyrandi, guðsdýrð, allt í kringum oss -—'
og stífla þannig straum hins guðlega lífs, sem annars
fengi að flæða yfir skrælþurrar eyðimerkur vanmáttar-
ins og óþroskans, í oss sjálfum og umhverfis oss, og
breyta lífinu úr Dauðahafi eymdar og vonleysis í guðs-
ríki fegurðar og kærleika. Því að kenning Jesú og lífs'
hugsjón mundi gera þetta, ef vér tryðum á hana og
breyttum eftir henni, ef vér værum eins viss um það
og hann, að himnaríki væri í nánd, og yrðum jafn gagtf'
þrungin og hann af kærleikanum til alls, sem lifir.
En þrátt fyrir vanþroska mannanna og þar af leið-
andi margvísleg mistök í hugsjónabaráttunni — þá hef'
ir þó alltaf starfað í þeim trúarbrögðum, sem frá Jesu
eru runnin, að einhverju leyti sá máttur Guðs, eða su
náð Guðs, sem með honum sjálfum bjó. Og þaðatf
breyddist hún ekki aðeins til austurs, heldur í allar átt-
ir heims.
Kristindómurinn er fljótið, sem spratt undan must-