Kirkjublað - 01.03.1934, Blaðsíða 8

Kirkjublað - 01.03.1934, Blaðsíða 8
60 KIRKJUBLAÐ forsendum, að reyna að koma á hendur henni sökurrn sem sannarleg kirkja Jesú Krists mundi aldrei drýgja. Það er reynt að láta líta svo út, að kirkjan sé gróðrar- stía allskonar hræsni og spillingar og henni er jafnvel borið það á brýn, að hún vinni að því vísvitandi, að kúga hinar fátækustu stéttir þjóðfélagsins með lævísum að' ferðum. Maður skyldi reyndar ekki ætla, að slík málsreif- un þyrfti nokkurra andsvara við. Það sýnist hljóta að vera örðugt fyrir heilvita mann að kyngja þeirri stað- hæfingu um prestastéttina yfirleitt, að glæpanáttúra hennar sé svo almenn og. undantekningarlaus, að hún leiki sér að því mep köldu blóði að falsa skýlausar kenn- ingar Jesú Krists og umsnúa þeim í hatur, eða þeir séu svo heimskir, að þeir skilji ekki betur en svo þá lífsskoð- un, sem þeir hafa varið miklum hluta æfi sinnar í að hugsa um og boða — að hún snúist í höndum þeirra í öfugmæli. Aðra hvora ályktunina verða þeir að taka, sem finnst það óviðunandi að gera sér það í hugarlund, að kirkjan starfi yfirleitt af hreinum hvötum og eftir sinni beztu samvizku og viti. En ef nú prestarnir fölsuðu Nýja-Testamentið vísvitandi og í illu skyni, sem mun vera algéngari og er óneitanlega skynsamlegri skoðun af þessum tveimur, — því í ósköpunum skyldu þeir þú- ekki finna upp á einhverri fljótvirkari og áhrifameir1 aðferð, til að láta illt af séj- leiða? Til þess að svara slíkum sakargiftum um kirkjuna þarf í raun og veru ekki annað en að gera sér ljóst, i hverju kristindómurinn er fólginn — hver er trú hans,- hugsjón hans og takmark: Kristindómurinn er fólginn í trúnni á Guð föðun allra manna, þar af leiðandi trúnni á bróðerni þeirra og kærleika hvers til annars. Þetta var hið nýja, sem Jesús hóf að boða, og hann var viss um það, að þegar menn sannfærðust um þetta og tryðu því, og hver og einn færi að elska náunga sinn

x

Kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublað
https://timarit.is/publication/485

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.