Kirkjublað - 01.03.1934, Side 13

Kirkjublað - 01.03.1934, Side 13
65 KIRKJUBLAÐ -------------------------------^ lífheild, hefir enn ekki tekizt. — En öll mannkynssagan ber þó vott um þessa sambandstilraun: Þjóðfélög, trúar- félög og allur sá margvíslegi félagsskapur, sem orðið hefir til manna á meðal og hefir fleygt fram menning- unni, er eins og veikt bergmál þessarar innstu þrár til- verunnar. Lífmagnanin eða lífgeislunin hefir aðeins náð þeim tökum á örfáum einstaklingum, að þeir hafa vax- ið yfir höfuð og herðar alls annars mannkyns, orðið áskynja hins geysilega viðfangsefnis tilverunnar, hinn- ar óendanlegu fullkomnunar í óumræðilegum trúar- sýnum. Þetta, sem dr. Iíelgi Pétursson boðar á máli heim- spekinnar, er raunar eitt og hið sama og kristin trú hef- ir boðað öldum saman á máli trúarinnar. Hið mikla samband — er sambandið við Guð — guðsríkið, sem Jesú dreymdi um. Lífgeislanin, sem streymir út í yztu æsar ófullkomleikans, til að frelsa eða endurleysa lífið þar til meiri fullkomnunar, magna það að krafti og viti — það er það, sem guðfræðingarn- ir hafa kallað náð Guðs oss til viðreisnar. Og kirkj- an hefir ávalt skilið, að náð Guðs hefir streymt til vor gegn um einstaklinga eða stofnanir, sem á sérstakan hátt eru guði-magnaðar eða guði-vígðar. Vér trúum því, að með Jesú Kristi hafi náð guðs búið í ríkustum mæli. Lífhleðsla hins guðlega máttar hafi komizt á það stig hjá honum, að hann hafi komizt til samvitundar við föðurinn um hið mikla takmark alls lifanda lífs. Með heilögú lífi sínu og kenningum hafi hann því opinberað oss sannleikann og lífið og geti orð- ið oss vegurinn áfram og upp á við að eilífu. Vegna þessarar trúar horfir gjörvöll kristnin til hans, sem leiðtoga síns og drottins, er situr til hægri handar guði — og setur alla krafta himnanna í hrær- ingu hverju minnsta moldarbarni til viðreisnar. Jesús Kristur er ástvinur vor í hverjum fagnaðar- draumi nýs og fegurra lífs. Hann er, með fordæmi sínu og kenning, hin æðsta von vor og framsóknarmáttur, sá

x

Kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublað
https://timarit.is/publication/485

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.