Kirkjublað - 01.03.1934, Síða 14
66
KIRKJUBLAÐ
sem megnar að breyta auðninni í dýrð guðsríkis, sá sem,
vill leiða oss á veginn og hefja hvern guðsson upp til
hægri handar föðursins. Og kirkja hans — sem stofnuð
er fyrir áhrifin frá honum, vill verða lífhleðslustöð, sem
tekur við náðinni frá guði, sem streymir gegnum hann
og til vor, og geislar henni frá sér aftur til allra sinna
barna. —
f Mesópótamíu, föðurlandi Adams og Evu, var ný-
lega 300.000 ekrum óræktaðs lands breytt í akra og
aldingarða með geisimiklum áveituskurði er leiddi vötn
0
Efrat-fljótsins yfir landið. Engin takmörk eru fyrir því,
hvílíkum undrum slíkar áveitur fá orkað, þegar nærandi
vatnsstraumurinn fær að gagntaka langþyrsta jörðina.
Ef sérhver maður léti á sama hátt gagntakast af yndis-
leik þeirrar náðar, sem bjó með Jesú Kristi; ef hver og
einn maður hrifist til að vera farvegur þess guðsmátt-
ar og þeirrar lífshugsjónár, sem bjó með höfundi kristn-
innar —
þá mundi kristindómurinn sannarlega verða að því
fljóti, sem allt lífgaði að lokum — og þá mundi sér-
hvert dauðahaf mannlífsins verða heilnæmt.
FRÉTTIR
BrætSrafélag FríkirkjusafnaSarins í Reykjavík haíði annað
fræðslukvöld sitt sunnud. 18. febr. Flutti Knútur Arngrímsson er-
indi um N. F. S. Grundtvig.
Séra Benjamín Kristjánsson hefir dvalið hér í borginni und-
anfarna viku. Flutti hann í Fríkirkjunni í Reykjavík sunnud. 18.
febr. prédikun þá, sem birtist nú i Kirkjublaði. — Tvö erindi
flutti hann i útvarp, annað um trú og vísindi, hitt um viðfangs-
efni trúarbragðanna. Ennfremur prédikaði hann í Fríkirkjunni í
Hafnarfirði sunnud. 25. febr.
StaSar-prestakall í Aðalvík er auglýst laust til umsóknar og
veitist frá 1. júní. Umsóknarfrestur er til 15. apríl.
Kirkjusjóður Borgarness. Sjóðurinn er stofnaður fyrir öt-
ula forgöngu Þorbergs heitins Þorbergssonar trésmiðs í Borgar-
nesi. Hann vann fyrir málefni sjóðsins, meðan honum entist ald-
ur, með óþreytandi áhuga. Allur er sjóðurinn stofnaður með'