Kirkjublað - 01.03.1934, Page 15
KIRKJUBLAÐ
67
frjálsum framlögum og áheitum og ágóða af samkomum, sem
haldnar hafa verið. Sjóðurinn er, samkvæmt skipulagsskrá stað-
festri af konungi 8. des. 1932, eingöngu ætlaður til *kirkjubygg-
ingar í Borgarnesi og viðhalds henni. Borgarnes hefir nú 473
íbúa og á kirkjusókn að Borg, en kirkjan þar er reist áður en
nokkur teljandi byggð var í Borgarnesi, og langt of lítil, og er
það mikill hemill á kirkjulega starfsemi í þorpinu, að hafa þar
enga kirkju. Töluverður áhugi er fyrir kirkjubyggingu í þorpinu,
og vænta menn, að hafizt verði handa um undirbúning málsins
innan langs tíma. Reikningurinn sýnir annars, hvernig sjóðurinn
er nú stæður og vöxt hans á síðasta ári. Er hann á þessa leið:
Reikningur Kirkjusjóðs Borgarness árið 1933.
T e k j u r :
í sjóði f. f. ári (í Sparisjóði Mýrasýslu)........... kr. 5178.92
Minningargjafir........................................ — 72.00
Gjöf Rannveigar Ólafsdóttur til minningar um Frið-
geir Sveinbjarnarson og Ingibjörgu Lífgjarnsdóttur — 100.00
Áheit og gjafir........................................ — 22.00
Ágóði af samkonni...................................... — 91.57
Vextir af sparisjóðsinnstæðu........................... — 253.46
Kr. 5717.95
G j ö 1 d :
Sparisjóðsinnstæða 1. jan. 1934 .................. kr. 5717.95
Kr. 5717.95
Borgarnesi, 3. febrúar 1934.
Björn Magnússon. Magnús Þorbjarnarson. Magnús Jónsson.
. Lög við messusönginn hefir Sigfús Einarsson, dómkirkju-
organisti, samið fyrir tilmæli Kirkjuráðsins. Það af þeim, sem not-
að hefir verið i vetur í kirkjutyjm i Reykjavík, hefir mönnum
fallið mjög vel í geð. Lögin eru kirkjuleg og smekkleg, og það er
ekki hvað minnstur kostur þeirra, að þau eru einföld og auðveld.
í'yrir útvarpsguðsþjónusturnar hefir mönnum utan Reykjavikur
gefizt kostur á að kynnast þeim. Nú er verið að byrja að prenta
l’au, og ætti því ekki að vera langt þangað til hægt verður að
fara að nota þau almennt.
Mýrdalsþingaprestakall er laust til umsóknar. Umsóknarfrest-
ur er til 31. mars. Verður veitt í fardögum.
Séra Björn O. Björnsson, Brjánslæk, flutti erindi í útvarpið
sunnud. 25. febr. um ræktun lands og lýðs.
Bálfararfélag Islands var stofnað í Reykjavík 6. febrúar. —
Tilgangur félagsins er að vinna að því, að líkbrennsla komist á og