Ný kristileg smárit - 01.11.1895, Page 1
NY KRISTILEG SMARIT,
GEFIN ÚT
AÐ TILHLUTDN BISKUPSINS YFIR ISLANDI.
Nl’.l4og15 Fylgirit með Kirkjublaðinu. 1895
Barnaljóð.
Jeg enn er svo lítill, mamma mín,
æ, má jeg ei hvíla’ í kjöltu þín,
að brjósti þjer höfði halla?
f>á fara svo vel mjer finnst um mig,
er fæ jeg að kúra upp við þig.
Ó, lifði’ eg þar ævi alla!
En er þú á kveldiu kveður mig,
kyssir, og jeg sje fara þig,
þá er jeg svo oíur hryggur.
þú heldur jeg bráðum blundi rótt,
en, blessuð, þú veizt ei fram á nótt
að drengur þinn dapur liggur.
Mjer finnst jeg þá vera eptir einn.
en um mig ei hugsi maður neinn,
og svo fer jeg fyrst að gráta.
Ó, mamma mín blíða’, eg bið nú þig,
að bara þú ekki viljir mig
þess, góða mín, gjalda láta.
Svo bænirnar mínar les jeg lágt,
við lesturinn hjartað stígur hátt,