Ný kristileg smárit - 01.11.1895, Side 2
106
til himins því bænin ber það.
J>ú kennt hefir versin, mamma, mjer,
jeg margar hef bænir lært af þjer,
á kveldin minn kraptur er það.
Og svo legg aptnr jeg augun mín,
þá alstaðar fögur birta skín;
jeg mikla sje mergð af stjörnum.
jþví stóran jeg himin hvelfdan sje;
af hiinni þeim engill niður stje
til blessunar öllum böruum.
Og engill sá blítt mig andar á,
en undir eins við það sofna’ eg þá
og dreymi um dýrð á hæðum.
Mjer hryggðin öll er þá horfin frá,
en himneskan ljóma’ eg fæ að sjá
og fjölbreytta gnótt af gæðum.
Svo vakna jeg aptur heill og hress
og hugsa þá ekki ögn til þess,
að sofnað’ með huga hrelldum.
Jeg sje þá hve glatt að sólin skín
og sezt upp og bið um fötin mín,
og dimmum ei kvíði kveldum.
S. B.
Græðarinn.
(Matt. 4, 23.-25.).
Sálmaskáldið vort góða sjera Hallgrímur Pjet-
kemst svo að orði á einum stað: