Ný kristileg smárit - 01.11.1895, Page 5

Ný kristileg smárit - 01.11.1895, Page 5
109 hópana við kornskurð og bindingu. — En hvað er um að vera? það kemur ókyrrð á hópana. Eólk> ið hættir að vinna, hnappar sig í samtal og sum- ir hlaupa fram og aptur um ekrurnar. Börnin sjá þetta og skilja ekkert í því, þau sjá ekkert ný- stárlegt hvorki á himni nje jörðu. En þessi ókyrrð ágjörist, fólkið kastar frá sjer amboðunum og allir skunda inn til þorpsins. — Leið þeirra lá fram hjá garði barnanna og þau vildu náttúrlega vita, hvernig á þessu stæði og spurðu nágrannana sem fram hjá fóru, en engir höfðu tíma til að svara, hara heyrðu þau þetta, að það hefði frjetzt að •spámaðurinn frá Nazaret« væri á leiðinni og; stefndi til þorp9Íns, það sæist meira að segja til hans á veginum og allir stefndu í þá átt. Og höruin heyrðu ýms nöfn á þessum merkilega að- komumanni. Sumir kölluðu hann »mannsins 8on«' og aðrir »Messías«. í sömu andránni bar þar og að einn af öldungum þorpsins, hann nam svolítið staðar og kallaði svo hátt að heyra mátti inn f húsin, að nvi ættu allir sjúkir og volaðir að reyna að sæta færi og verða á vegi þessa mikla læknis, fyrst hann væri nú kominn til þeirra. Oamla konan hafði rninnst heyrt af því, sem fram hafði farið, svo a3 bömin urðu fyrst til a3 segja henni frjettirnar, og var þeirn heldur en ekki mikið niðri fyrir. Hún ljet börnin segja sjer greinilega allt sem þau höfðu sjeð og heyrt, hún fötnaði af geðshrær- ingu og titraði á beinuuum, og tárin komu fram f augun. Hún kastaði sjer á knje og baðst fyrir heitt og innilega og lofaði Guð fyrir sína miklu

x

Ný kristileg smárit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/496

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.