Ný kristileg smárit - 01.11.1895, Page 9

Ný kristileg smárit - 01.11.1895, Page 9
113 svo, að hún ekki hátt eða í hljóði lofaði Gnð fyrir- sína miekunn. jpegar móðir barnanna kom heim og heyrðfc um það, sem til hafði borið, lofaði hún einnig Guð og mælti: »Sannlega er hann sonur Guðs og hinn fyrirheitni Messías«. Tveim árum seinna, eptir pínuna og krossdauð- ann, kom einn af lærisveinum Drottins í þorpið og prjedikaði fagnaðarerindið um hinn kroBsfesta og upprisna frelsara alls heimsins, og hann kom einnig, í hinn fátæka kofa mæðgnanna, og þær og litlu systkinin ljetu þegar skírast og urðu hinir fyrstu. meðlimir hinnar nýstofnuðu kirkju á þeim slóð- um. Misskilningurinn. Póstvagninn beið á stöðihni eptir eimlestinni. Yagnstjórinn sat upp í sæti síuu, dúðaður í des- emberhríðinni, og var að lesa hraðskeyti frá hrepp- stjóranum þess efnis, að með lestinni kæmi þenn- an dag sveitarlimur, sem hann ætti að liirða og skila á ómagahúsið. I sömu andránni kom lest- in, en viðstaðan var rjett engin, nokkrum vagn- hurðum var hrundið upp og fáeinir tíndust út cg- aðrir settust í þeirra stað. Tvær yngismeyjar gengu að póstvagninum, og heilsuðu vagnstjóran- um kuunuglega, þær voru báðar kennarakonur, sem komu hoim í jólaleyfinu til foreldra sinna, er bjuggu þar í sveitinni. Yngismeyjarnar hjetu María og Helena og voru systradætur. jpær sett- ust inn í vagninn og var eigi að sjá að fleiri ætl-

x

Ný kristileg smárit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/496

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.