Ný kristileg smárit - 01.11.1895, Blaðsíða 12

Ný kristileg smárit - 01.11.1895, Blaðsíða 12
116 ».Tá það er ljóta veðrið* sagði gamli maðurinn,. og það er notalegra í svona veðri að sitja í ofn- hita hjá, góðum vinum, en að láta næða um sig uppi á póstvagninum. En jeg er nú bráðum kom- inn heim til góðra vina«. »Já, jeg held það«, sagði Helena með hæðnis- brosi, »hann sagði okkur vagnstjórinn að þjer ætt- uð að fara á ómagahúsið«. »Æ, minnist þér ekki á það, og verið þjer ekki að lá mjer það, þó að svo báglega sje komið' fyrir mjer, sagði gamli maðurinn hálfkjökrandi, en undir niðri var honum mjög skemmt yfir þess- um misskilningi, hann hafði aldrei komizt í það' fyr að vera talinn sveitarlimur. María tók þá fram í og talaði vingjarnleg huggunarorð til gamla mannsins og fullvissaði hann urn iuuilega hluttekning sína í bágindum hans. Gamli maðurinn þakkaði henni fyrir, en hann tók eptir því að Helena var að hnippa í stallsyst- ur sína, henni fannst þetta tal við þurfamanninn svo ótilhlýðilegt. María fór þó sinna ferða og gamli maðurinn og hrin voru að spjalla alla leiðina. Haun fjekk að vita hvað þær hjetu og hvert þær væru að fara; en María tók ekki eptii' því, hvað karlinn varð skrítinn til augnanna, þegar hún nefndi nafn og heimili foreldra þeirra. Vagninn nam svo staðar og yngismeyjarnar stóðu upp, Helena stje út úr vagninum, án þess að virða gatnla manninn viðlits, en María kvaddi

x

Ný kristileg smárit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/496

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.