Tákn tímanna - 01.03.1922, Síða 2

Tákn tímanna - 01.03.1922, Síða 2
42 TÁKN TÍMAfíflÁ eilíti glediboðskupur Guðs: »Hinn rélt- láti skal lifa fyrir trú«. t*að er hverjum manni svo eðlilegt að vilja réltlæta sig sjáifur. Jafnvel þeim sem eru einlæglega kristnir, veitir næsta erfitt að hverfa alveg frá því að reyna tii eða sækjast eftir að »lialda fram rétt- læti sínu« — eins og Gyðingar forðum. En orsökin til þess, að menn eru að reyna þelta, er ávalt hin sama: þá skort- ir þekkingu á wréttlæti Guðs«, og gela því ekki veitt því viðtöku, eða gefið sig undir þaö, eins og postulinn kallar það. Róm. 10, 3. Svo verður alt að dauðum verknaði, árangurslaus Guðsdýrkun, Prátt fyrir alla einlægni megnar hún eigi að veita sálunni gleðina, friðinn og hvíldina, sem kristnir menn öllum öðr- um fremur hafa rétt til að eiga. Sá, sein vill öðlast réttlæti, verður að hætta við alla viðleitni á að koma því sjálfur til vegar. Hann verður eins og að þoka sér til, svo að »réttlæti Guðs« geti óhindr- að komist að, og náð sínu gildi og orð- ið honum tiieinkað. Réttlæting fagnaðarerindisins er und- ursamleg ráðstöfun Guðs. Hún er það meistaraverk, sem andi Guðs einn getur hugsað upp og gert raunveruiegt. — Hún er með tvennu móti þessi ráðstöf- un. Annarsvegar er hún fólgin í því, að Guð lýsir óguðlegan syndarann réttlát- an af einskærri náð, án þess að taka hið minsta tillit til nokkurra verka lians. Petta gerir Guð af sinni hálfu á þá leið, að Guö tileinkar syndaranum beinllnis og án allrar verðskuldunar réttlæti sitt — »réttlæti Guðs«. Og athugi11 !a: Hann wréltiætir hinn óguðlegaa (Róm. 4, 5. 6.), syndarann, sem getur eigi fyr- ir sitt leyti skirskotað <til annars en syndar sinnar og vonzku, en tileinkar sér þó samtímis það réttlæti i banslegri trú, sem frelsarinn afrekaði með sínu fullkomna lífi sem maður. Pað, sem vér köllum réttlæti Guðs, er hvorki meira né minna en það hið fullkoinna líf, í öllu tilliti, sem Jesús lifði hér í hold- inu, og náð Guðs tileinkar þeim, sem trúir. Hið fullkomna líf Jesú, kom fram í þvf, að hann drýgði aldrei synd. Með þessu móti fer svo, að sanntrúaður mað- ur stendur fyrir augliti Guðs, eins og hann hafi aldrei drýgt neina synd. Salc- ir trúar sinnar, er kallað að hann sé »í Kristi« (2. Kor. 5, 17). Guð, sem hefir unun af að vera miskunsamur (Mik. 7, 18) fyrirgefur allar drýgðar syndir (Róm. 3, 25); liann lftur á iiann í sínum fullkomna syni og lýsir hann réttlátan, eins og Jesús var réltlátur. Réttlæti Jesú er tileinkað syndaranum, af þyí að liann kannast við syndugleika sinn og gefur sig i trú undir hið full- komna hjálpræðisverk Jesú. Sakir þessa óbrotna og þá svo umræðilega dýrðlega sambands, syndarans við Jesúm, þá er »engin fyrirdæining yfir þeim, sem er í Kristi Jesú« (Róm. 8, 1). Og trúin er eina ráðið til að ná þessu sæla sambandi; um enga aðra leiö er að ræða; en þessi leið nægir og henni má fullkomlega treysla. »Réttlættir af trú höfum vér frið við Guð fyrir Drott- inn vorn Jesúm Krisl«. (Róm. 5, 1). Petta hefir Guð sjálfur úrskurðað þeim, sem hefir sanna trú, er »trú hans reikn- uð til réttlætis«, eins og sagt er um Abraham, að hin örugga trú hans á orð Drottins og fyrirheiti »var reiknuð honum til réttlætis« (Róm. 4, 5. 22—24). Svona reiknar hann, sem er Guð allr- ar náðar. Pað er dýrðlegt reiknings- dæmi! Og aðíerðin er í fylsta lagi rétt, hún er svo rétt, að lnin er sönnun fyrir því, að Guð er réttlátur. Róm. 3, 24—26.

x

Tákn tímanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.