Tákn tímanna - 01.03.1922, Síða 13
tAkn tímanna
53
Biður þó, kæri vinur, Drottin um að
varðveita þig? Og þakkar þú honum
fyrir að hann hefir varðveitl þig til
þessa dags?
Byrjaðu undir eins í dag að gera
þetta. 1 dag er dagur hjálpræðisins, í
dag er Guð aö finna.
Hinn hollenzki læknir.
Þegar hinn frægi hollenzki læknir,
Boerhave, dag nokkurn ætlaði að skera
upp líkið af morðingja, sein hafði verið
líflátinn, til þess að veita stúdentunum
tilsögn í likskurðarfræði, varð hann alt
í einu náfölur og fór að skelfast.
Stúdentarnir litu spurningaraugum á
hann, því þeir höfðu aldrei verið vanir
að sjá neina geðshræringu hjá prófess-
ornum við þess konar tækifæri.
»Ó herrar minir,« sagði prófessorinn
að lokum. »eg var saman með þessum
manni í æsku minni. Og látið mig taka
það fram hér nú, að eg þekki enga
aðra ástæðu en Guðs náð til þess að
e8 Bggji ekki hér i stað hans.
»Hefði Drottinn ei verið mín hjálp,
þá mundi minna vant á, að min sál
byggi i kyrðinni«. Sálm. 94, 17.
»Eg vil vegsama þig, fyrir það, að
eg svo dásamlega er orðinn til; merki-
leg eru þin verk; það kannast min sál
við næsta vel.« — Sálm. 139, 14.
»Drottinn þekkir veg réttlátra, en veg-
ur óguðlegra endar í vegleysu.«
Að mörgum dögum liðnum.
----- (Framh.)
»Er nokkur sorg hér?«
þetta sagði miðaldra kona, lítil vexti
og snyrtilega búin, með rólegum, mjúk-
um og ástúðlegum rómi.
»Hvi spyrjið þér«, spurði frúin með
sínu vanaiegu varhygð, er hún sá gest-
inn á dyraþrepinu.
»Ó, ég er aðeins að reyna fyrir mér,
hvort ég geti ekki látið eitthvað gott af
mér leiða í heiminuin?« svaraði konan
bliðlega, og þegar ég sé gluggatjöldunum
hleypt einhversstaðar niður, þá kem ég
þar við, til að vita, hvort ég geti eigi
orðið þar að einhverju liði, þeim sem
sorgbitnir eru. í*að er. reynsla og dagar
eru þá daprir, — það veit ég af eigin
reynslu og það er af þvi, sem mig lang-
ar til, að hjálpa öðrum sem ganga
gegnum hin djúpu vötn«.
»Djúpu vötn«, hugsaði frúin, — »Þetta
eru silfurlituðu orðin, sem stóðu á veggn-
um í borðstofunni í gærkveldi: »Þegar
þú gengur gegnum vötnin, þá vil ég
vera með þér. Getur það verið, að þessi
kona hafi verið send lil að hjálpa mér
gegnum þau?« Síðan sagði hún upphátt:
»Viljið þér setja yður dálitla stund?«
Hinn ástúðlegi heimsækjandi þá boð-
ið og síðan settust þær gegnt hver ann-
ari i dagstofunni.
»Er jarðarförin um garð gengin«,
mælti gesturinn blíðlega, til að rjúfa
þögnina.
»Jarðarför?« Hér hefir engin útför
verið«, svaraði frúin, og tárin komu
fram í augun á henni. »Maðurinn minn
var drepinn í Frakklandi fyrir fimm
vikum, og — og mér barst eigi fregnin
fyr en i fyrradag. Ég hleypti þá niður
gluggatjöldunum til að verjast kuldan-