Tákn tímanna - 01.03.1922, Page 14
54
TÁKN TÍMANNA
um. Heimurinn er kaldur og lætur sig
mig engu skifta.
»Veslings kæra frú. En mér þykir
vænt um, að þér hleyptuð niður glugga-
tjöldunum, því að annars hefði ég al-
drei hitt yður. Ég er nýkominn heim
úr löngu fríi. Annars mundi ég hafa
komið fyr. Segið mér nú, hvernig vesl-
ings maðurinn dó«.
»Ég veil ekki neitt. Það er nú útaf
fyrir sig mikil mæða,« sagði frúin og
hrökk saman. Ég fekk hræðilegt sim-
skeyti; í því slóð, að hann væri týndur
og talinn dauður í skýrslunni« og það
þýðir það, að sprengikúla haíi tætt hann
í sundur, — hann vesalings Harry minn!«
»Veslings kona! Ég samhryggist yður,
því að ég hefi líka mist manninn minn
elskaða. Við vorum trúboðar í Afríku
fyrir nokkrum árum og þar fekk hann
liitasótt og dó. Ég varð að jarða hann
þar og skilja við hann við hinsta hvílu-
rúmið og fara síðan heim«.
»Ó, eruð þér kona kristniboða?« spurði
frú Lawrence og leit upp gegnum tárin.
»Þá getið þér ef til vill hjálpað mér til
að svara mikilvægri spurningu, sem
kom upp í huga mínum viðvíkjandi
manninum mínum. Hvar er hann núna?
Haldið þér hann sé farinn til himins
eða hvert?«
»Hvað haldið þér um það?« svaraði
aðkomumaður rólega. »Ó, ég var vön
að hugsa, þegar góðir menn dóu, að
þá færu þeir rakleiðis til himnaríkis,
en í gærkvöldi, þá spurði litla stúlkan
mig spurningar, sem vakti hjá mér
löngun til að vita, hvort það væri satt.
Ef menn fara til himins, hví verður þá
upprisa? Ég fór þá að leita uppi staði
í biblíunni minni og þeir sögðu allir,
að dánumenn svæfu, og vissu ekkert
alt til upprisunnar. Hvort er réttara?
Allir segja, að hinir dauðu fari til him-
ins, svo að ég hugsa, að svo hljóti að
vera. Er það frú — Brooks«.
»Frú Brooks! En hvað ég óska, að
þér gætuð sagt mér fyrir víst, hvar
Harry er i raun og veru. Hvar haldið
þér, að maðurinn yðar sé?«
»Eg sé, að Drotlinn hefir verið að
leiðbeina yður« sagði frú Brooks. »Það
virðist líka vera til önnur skýring að
þessum orðum: »Litið barn skal leiða
þá«. Þér hafið fullkomlega rétt fyrir yð-
ur í því, sem þér hafið fundið í biblíunni.
Sú liin »góða og gamla bók« er full af
speki Guðs og það er sannleikur, sem
hún kennir. Hún er bók Guðs, og eins
og hann segir oss frá, hvernig maður-
inn hafi í fyrstu verið skapaður, eins
má við því búast, að hann segi oss frá,
hvað um manninn verði, þegar hann
deyr. Guð veit alt, sem manninn snert-
ir, frá upphafi til enda, og í bókinni
hans eigum vér að leita sannleikans«.
»Já, en biblían segir: »Hinir dauðu vita
ekkert«, og mér er sagt, að hinir dauðu
séu á himni, þar sem þeir hljóta eilt-
hvað að vita,« sagði frú Lawrence.
»Jæja, þér sjáið, að hvorttveggja gel-
ur ekki verið rétt«, svaraði frú Brooks.
»Spurningin er þá: Hvoru viljið þér
trúa; því, sem menn segja, eða því, sem
Guð segir? Ég var vön að hugsa eins
og þér hugsið, en nú tek ég í allri ein-
feldni Guðs augljósa orð, sem segir mér,
að hinir dauðu séu hvorki á himni né
í Helvíti, heldur liggi í meðvitundarlaus-
um dvala, þangað iil Jesús kemur«.
»Það er nú einmitt það, sem mér
hefir hugsast nú síðasta kastið«, sagði
frú Lawrence, »en ég vildi óska þér gæl-
uð gert það ljósara fyrir mér.
»Ég get það aðeins með því að flelta
upp biblíunni« sagði frú Brooks.