Tákn tímanna - 01.03.1922, Qupperneq 15

Tákn tímanna - 01.03.1922, Qupperneq 15
tAkn tímanná 55 »Gelið þér varið fáeinum augnablik- um til þess að vér getum fletl upp nokkr- um stöðum?« »Ég mundi með gleði verja öllum síð- deginum til þess að finna fyrir víst, hvað manninum mínuin hefir sannri raun að höndum borið«. »Ég ælla að lesa Hebr. 11,40 fyrsl«, sagði frú Brooks og tók vasabiblíu upp úr böggli sínum. Hér er ritað: »Því Guð hafði séð betur fyrir vorum hlut, að þeir ekki án vor algjörðir ýrði«. »Nú, í þessum kapítula hefir Páll verið að tala um fjölda góðra manna. En síðan segir hann í 13. versinu: »Allir þessir menn dóu«. Bætir hann þá við: »og fóru til himins?« Nei, heldur: »án þess að hafa öðlast fyrirheitin«. Og í 40. versinu segir hann, að jafnvel á sinum dögum hafi enginn af þessum góðu mönnum verið gerður fullkominn og að þeir mundu eigi verða fullkomnir gerðir fyr en um leið og hann. Hvenær býst Páll við að hann verði gerður full- kominn og fari til himins? Ekki fyr en Jesús kemur, við hina siðari tilkomu hans. Það segir liann oss í 1. Tess. 4, 13.—18. Takið grandgæfilega eftir þessum ritn- ingarstöðum, frú Lawrence, því að þar er um sérstaka fræðslu að ræða beint frá Guði til Páls um liina dánu. í 15. versi stendur: »Það segjum vér yður og höfum fyrir oss orð Drottins«. Það sem kemur svo, er Guðs eigin staðfesting á því efni. Hver er hún? »Vér sem lifum og erum eftir við komu Drottins, mun- um alls eigi fyrri verða en hinir sofn- uðu, þvi að Drottinn sjálfur mun með kalli, með höfuðengilsraust og með bá- súnu Guðs, stíga niður af himni og þeir, sem dánir eru í trúnni á Krist, munu fyrst upp rísa. Síðan munum vér, sem lifum, sem eftir erum, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum til fundar við Drottinn i loftinu og síðan munum vér vera með Drotni alla tíma«. wÞetta virðist fortakslaust«, sagði frú Lawrence. »Já, víst er það. Hvernig verðum vér alla tíma með Drotni? Með því að deyja? Nei, að eins með upprisu og um- myndun, er Jesús kemur í annað sinn. Og takið þér eftir því, frú Lawrence, að vér eigum að »hugga hvor aðra með þessum orðum« (18. vers), ekki með þeirri hugsun, að hinir dauðu séu á himni og líti þaðan niður á oss af múr- tindum hinnar nýju Jerúsalem, heldur með þeirri hugsun, að Jesús muni ein- hverntíma koma aftur til jarðarinnar, reisa oss upp úr legstöðunum og senda engla sína til að safna þeim saman til sín, með hinum réttlátu, sem þú verða á lífi. »Kæra systir! Þetta er sönn huggun og ég þekki liana. Það er hið eina, sem gleður hjarta mitt, þegar ég liugsa uin hinn hræðilega missi, sem ég hefi orðið fyrir; og ég brýni hana fyrir yður. Ef maðurinn yðar er raunverulega dáinn, eins og sfmskeytið virðist sýna, þá vil ég bjóða yður hönd, svo að vér lítum báðar í sameiningu fram á við »til hinnar sælu vonar«, liinnar dýrðlegu opinberunar hins mikla Guðs og frels- ara vors Jesú Krists. Pá munuð þér sjá ástvin yðar aftur, og þá mun ég sjá áslvini mina, og Guð mun þerra öll tár af augum vorum«. »Verður langt þangað til?« spurði frú Lawrence með ákefð. Hin örmagna sál liennar seildist eítir hinni dýrðlegu von, sem henni var sell fyrir sjónir. »Ekki langt, nei, ekki langt, Guði séu þakkir!« sagði frú Brooks innilega. »Ég

x

Tákn tímanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.