Tákn tímanna - 01.03.1922, Síða 16
56
TÁKN TÍMANNA
er J)úin að bíða nokkurn líma en nóttiu líður
óðum, og senn er dagur kominn. Pegar
ég lft í kringum mig á ástandið í beim-
inum, þá veit ég að dagurinn fer að
ljóma. Já, Jesús kemur bráðum hingað
og —«.
Á sama augnabliki var barið að dyr-
um hjá frú Lawrence og hún varð þá að
hlaupa frá, en kom brátt aftur inn í
dagstofuna.
»Mig tekur það sárt, að samræðum
vorum verður að vera slitið«, sagði
hún. wþað er kona úti fyrir, sem segir,
að bún þurfí að tala við mig um mikil-
vægt málefni, þér vilduð ef til vill líta
hérna inn siðar«.
»Vissulega«, sagði frú Brooks og stóð
upp. »Ég lít liérna inn á morgun síð-
degis ef til vill, ef yður nægir það«.
»Já, komið þér«, sagði frú Lawrence
og lagði að henni, og bauð henni góða
nótt, gekk svo aftur inn í dagstofuna
með hinum heimsækjandanum.
»Ég heiti Wantling, ungfrú Wantling«,
sagði sú f óspurðum fréttum. Hún var
há og mjóvaxin og fremur megruleg út-
lits, og mátti sjá á yfirbragðinu, að hún
bafði litað sig og púðrað, og var þvi
nákvæmlega gagnólik frú Brooks.
»Ég kem til að færa yður gleðileg
tfðindi«, sagði hún ennfremur.
»Þér? Hvað er það?« hrópaði frú
Lawrence upp og lifnaði öll við.
wÞér hafíð, að því er mér skilst,
fengið orðsendingu um það, að maður-
inn yðar sé dáinn«.
»Já«.
»Hvernig litist yður á, að tala við
hann í kvöld?« Frh.
Fróttir.
Stjórn félagsins í Noregi lieflr ákveðið
að kaupa eignina »Onsrud« við »Ullens-
aker«, sem liggur hér um bil 8 km. frá
Jesseims járnbrautarstöð. Á að nota
eignina fyrir skóla. Hin mikla aðsókn
að skólanum hefir gert það að verkum
að Norömenn hafa þurft að hugsa um
sinn eiginn skóla en ekki að sækja til
Danmerkur eins og verið hefir undan-
farið, því hefir stjórnin nú lagt það til
og ákveðið að kaupa þessa eign. Svo
eru málin líka orðin svo ólík, að erfitt
hefir verið nú á síðustu árum að kenna
á norsku f Danmörku. Meira um þetta
síðar.
Frá Bulawayo í Afríku rilar H. M.
Sparraw 8. des. 1921: »Síðasla árið
hefir verið bezta árið okkar hér. Drott-
inn hefir útrétt sinn volduga handlegg
til þess að fullkomna verkið. 115 hafa
tekið stefnu með og 300 eru í undir-
búningsbekknum og verða með næst.
Fyrir 3 árum var hér engin starfsemi.
Það hljóðar undarlega, en satt er það,
að meðan ráðstefnan var haldin í Wash-
ington og tilraunir gerðar til að minka
allan striðsútbúnað, var hinum tveimur
stærstu bryndrekum heimsins hleypt af
stokkum. Annað var ameriska herskipið
»West Virginia«; það er 624 feta langt
og hefir 8 sextán þumlunga fallbyssur,
sem geta fleygt sprengikúlum 30 enskar
mílur. Hitt herskipið er japanskt og
heitir »Akabi«; var það jafnstórt »West
Virginia« og því hleypt af stokkunum
samtímis.
Prentsmiðjan Gutenberg.