Tákn tímanna - 01.03.1922, Qupperneq 9

Tákn tímanna - 01.03.1922, Qupperneq 9
TÁKN TlMANNA 49 4. Get eg þá slrax hlotið frið og fró, fengið af náðinni skjól? Kvíðinn mig grípur. Ó, kann það slic? Krossferill liggur mót sól. Þetta er bjargráð og blessun há, brotlegur sem eg mun aldrei fá. Kom í dag, vinur, þó kalt sé ról, krossferill liggur mót sól, 5. Breyskum, sem hrasar á brautum lifs, býður guð miskunnar-skjól. Kom þvi, en ekki með kvíðans ok. Iírossferill liggur mót sól. Ifættu nú, vinur, við kveinin klökk, kærleikann tigna með hjartans þökk, Kom því án tafar, þó kalt sé ról, krossferill liggur mót sól. Jón Jónsson frá Hvoli pýddi. fcr þctta samtal fram milli Abrahams og rika mannsins? Svarið er þetta: Lik- amlegt samtal getur það ekki verið, því að líkamir þeirra beggja eru grafnir í jörðu, og eigi getur það heldur verið likamleg tunga, sem ríki maðurinn er að kvarta yfir í loganum, eða líkam- Iegur fingur eða líkamlegt vatn, sem hann beiðist af Lazarusi. Alt þetta hlýt- ur að fara fram í samvizkunni. Og gerist á þennan hátt: Þegar samvizkan vaknar í dauðanum eða í dauðans neyð, þá verður hún sér meðvitandi um vantrú sína og sér þá fyrst skaut Abrahams og þá, sem í því eru, þ. e. orð Guðs, er hinn deyjandi hefði átt að trúa en hefir ekki gert; þess vegna kvelst hann ákaflega eins og í helvíti, og flnnur enga hjálp né huggun. Þá vakna slikar hugsanir í samvizkunni, sem, ef þær gætu talað, mundu vekja samræðu eins og þá, er ríki maðurinn átti við Abraham, og hann leitast þá fyrir, hvort orð Guðs og allir þeir, sem því hafa trúað, vilji hjálpa honum, og það með slíkri angist, að hann lætur sér lynda hina allra minstu huggun jafnvel af hinum allralililmótlegasta og getur þó ekki fengið hana, því að Abra- ham svarar honum, — þ. e. samvizka hans skilur orð Guðs á þá leið, að það geti ekki orðið, heldur hafi hann öðlast sitt á meðan hann lifði og verði nú að kveljast, en hinir verði huggaðir, sem hann hefir f)rrirlitið. Loks finnur hann að það er eins og sagt við hann, að mikill geimur sé milli hans og hinna trúuðu, svo að þeir geti aldrei hittst. Þetta eru örvæntingar hugsanir, sem vakna þegar samvizkan finnur, að orð Guðs útskúfar honum eiliflega og hann á engrar hjálpar von framar. Síðan fara hugsanir samvizkunnar að færast i aukana og beiðast nú þess, að hinir lifandi fengju að vita, hvernig fyrir honum hefði farið í neyð dauð- ans og æskir þess, að einhver mætti segja þeim það. En ekkert verður úr því heldur, því að samvizkan finnur svarið, að Móse og spámennirnir nægi, þeim eiga þeir að trúa og það hefði hann líka átt að gera. Alt þetta gerist milli fyrirdæmdrar samvizku og Guðs orðs á dauðastundinni eða í dauðans neyð, og enginn getur fengið að vita, hvernig þetta gerist, nema sá einn, sem reynir það, og sá sem reynir það vildi gjarna, að hinir lifandi vissu það, en það er árangurslaust.« (Dr. Martin Luthers fuldstændige Kirke-Postille, bls. 346—47. Aksel Olsen & Co’s Forlag. Kristiania. Sommerdalen.) »Því laun syndarinnar er dauðinn en náðargjöf Guðs er eilift líf i Jesú Kristi Drotni vorum«. J. H. Schmidt,

x

Tákn tímanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.