Tákn tímanna - 01.03.1922, Side 5

Tákn tímanna - 01.03.1922, Side 5
TÁKN TÍMANNA 45 benda á, að sál mannsins sé ódauðleg. Við skulum athuga staðina. Fyrst Matt. 10, 28. »Hræðist ekki þá, sem likam- ann deyða, en geta ekki líflátið sál- ina; hræðist heldur þann, sem vald heflr til að tortýna bæði sálu og likama í helvíti (gehenna)«. Er talað orð hér um að sálin sé ódauðleg? Alls ekki. Versið getur um tvö völd, annað getur liflátið sálina, hitt ekki. Lesum slik vers með gaumgæfni, ekki að eins fyrra helminginn og sleppa hinum. Á öðrum stað i blaðinu er talað um dæmisöguna um ríka manninn og Laz- arus, svo henni skal slept hér. En orð Jesú við ræningjan á kross- inum virðast mörgum óskiljanleg. »Sann- lega segi eg þér: í dag skalt þú vera nieð mér í Paradís«. Fyrst ber hér að atbuga bæn ræningjans: »Minnst þú min herra þegar þú kemur i riki þitt«, eða eins og nýja þýðingin hefir það »í konungsdýrð þinni«, sem er eitt og hið sama. Er Jesús þá orðinn konungur enn? Nei, hann er minn og þinn æðsti prestur heima hjá föðurnum og biður fyrir oss. En konungur verður hann fyrst þegar hann tekur við ríkinu. Og hvenær er það? Látum ritninguna svara: »En þegar mannsins sonur kemur í dýrð sinni og allir englar með honum, þá mun hann sitja í sinu dýrðar há- sæti, og allar þjóðir munu safnast til hans«. Matt. 25, 31. 32. En það verður fyrst á efsta degi. Hvað biður þá ræn- inginn um? Að Jesús minnist sín, er hann kemur með raust höfuðengiisins og lúðri Guðs. Og hvenær verður það? I upprisunni miklu á efsta degi. Sjá 1. Tess. 4, 13.—18. Svo er annað vert að athuga. Jesús hafði ekki getað farið tneð ræningjan i paradis, því þangað fór bann ekki sjálfur þann dag. Þremur dög- um seinna segir hann við Mariu: »Snertu mig ekki, því enn þá er eg ekki upp- stiginn til föður míns«. Jóh. 20, 17. Hvernig gat hann fylgt ræningjanum þangað, sem hann fór ekki sjálfur? Ó- mögulegt. En hvernig á þá að skilja orð hans við ræningjan? Jú, Iöngu seinna heflr lítið kólon (tvidepill) verið sett inn í versið þar sem það ekki átti heima, og breytt meiningunni, en um leið heflr það raskað samræmi ritn- ingarinnar. Lesum versið þannig: Sann- lega segi eg þér i dag: skaltu vera með mér í paradís«. Þá er komið samræmi aftur. Skaltu vera er eitt orð í frum- málinu og þvi er eins hægt að segja þú skalt vera, eða vera skalt þú. Ritn- ingin var upphaflega skrifuð án kapi- tula eða versaskipunar og án greinar- merkjasetningar. Engin villukenning hefir gert meira ilt í heiminum en þessi að sálin sé ó- dauðleg, á henni eru villutrúarstefnur allra trúarbragða bygðar. Faðir lyginnar heflr verið á verði að koma þeirri lygi inn í öll trúarkerfi »þú skalt ekki deyjan. Að dauöinn er að eins að halda áfram að lifa og það meira að segja án upp- risu frá dauðum. Satan getur komið í fallegum búningi og talað eins og hann sé hinn bezti siðabótamaður, en slunginn er hann að koma villunni að með hinu. Hann heflr sina þjóna nú eins og á dögum post- ulanna. Páll segir: »Slíkir falspostular eru svikafullir verka menn, og laka á sig mynd Krists postula, og það eru ekki undur, því Satan sjálfur tekur á sig ljósengilsmynd; það er því ekki kyn, þótt þjónar hans taki á sig mynd rétt- lætisins þjóna. Endalok þeirra verða lika samboðin verkunum«. 2. Kór. 11, 13.—lö,

x

Tákn tímanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.