Tákn tímanna - 01.03.1922, Side 3

Tákn tímanna - 01.03.1922, Side 3
TÁKN TÍMANNA Þetta er þá önnur hliðin á réttlæt- ingu fagnaðarerindisins. Hin hliðin greiðist fyrir oss, ef rélt er svarað einni eða fleiri spurningum, er ef til vill, mælti orða á þessa leið: Ef Guð nú lelur trúaðan mann rétt- látan á þennan hátt, og gerir hann þann- ig réttlátan, heflr þá það verk af Guðs hálfu nokkur áhrif, nokkrar afleiöingar fyrir líf þess liins sama manns? Ef syndarinn sér synd sína, iðrast hennar og trúir á Krisl til fyrirgefningar synd- anna og verður réttlættur af trú sinni samkvæmt ófrávíkjanlegu heitorði Guðs, getur hann þá haldið áfram að syndga, reitt sig á náð Guðs og látið að öðru leyti sem ekkert sé að? í*essum spurningum getur því sem næst hver og einn svarað hiklaust með postulanum: »Hvað eigum vér þá að segja? Eig- um vér að lialda áfram í syndinni, til þess að náðin aukist? Fjarri fer því. Vér, sem dóum syndinni, hvernig ættum vér framar að lifa í henni?« Róm. 6, 1. 2. Trúaður maður réttlætist eingöngu af þvi, að hann verður hluttakandi í Kristi og friðþægingu hans fyrir trúna. Um leið og hann kannast við ófullkomleika sinn felur hann sig í hinum fullkomna frelsara sínum. Hann er »í Kristi«, eins og áður er sagt. Það er þetta, sem bjarg- ar honum. Það er eini vegurinn til sálu- hjálpar að vera »í Kristi«. »Ég er veg- urinn«, segir Jesús um sjálfan sig, »í honnm einuiii er hjálpræðið«. Ef vér erum í honum, þá mun réttlæti lians eigi að eins verða tileinkað oss, heldur mun það líka verða raunverulegt hjá oss, koma í ljós i lífi voru. Báðar þessar hliðar réttlætingarinnar ertt raunverulegar. I’ær eru ekki innan- tóm orð eða tómar staðhæfingar. Rétl- 48 læti Jesú er tileinkað oss og réttlæti hans verður hugsjón vor, fyrirmynd lifs vors, — forskrift til að fara eftir, tak- mark vorrar æðstu eftirsóknar. Öðruvísi getur það ekki verið, því að með hverju sem helzt öðru, mundum vér neita vorri eigin játningu. Gal. 2, 17. 18. Hið full- komna líf hans, sem manns, er oss til eftirbreytni. »Sá, sem segist vera i hon- um, honum ber sjálfum að breyta, eins og hann breytti«. Ef »kærleikur Guðs er fullkominn í oss«, þá á hann að koma fram í þvi, að vér »varðveitum orð hans«, og það er óræk sönnun þess, að vér erum »í honum«. Jóh. 2, 5. 6. I þessu þarf enginn að fara vilt. Lif vort er sönnunin fyrir þvi, hvort vér erum réttlátir eða ekki. Orð og játning hafa i þessu efni ekkert gildi. Ef ein- hver segist vera réttlættur fyrir trúna, en lifir vísvitandi í mótþróa gegn orði Guðs og vilja hans, þá gerir hann sig sekan í hinni verstu staðleysu. Um slík- an mann má með sönnu segja: »Verkin þín þruma svo í eyrum mér, að eg heyri ekki, hvað þú segir«. — Sumir líta svo á, að þeir geti orðið réttlátir af verkum. Og mörgum, eink- um á vorum dögum, virðist réttlæting trúarinnar og verk, alveg ósamríman- legt. En hvorirtveggja hafa mjög rangt fyrir sér. Hið fyrnefnda er engin leið og hið síðarnefnda er ósanngirni. Rétt- læting af trú annars vegar og réttlæting af verkum hins vegar, eru ekki aðeins samrímanlegur, heldur eru þær ósund- urgreinanlegar. Rær eiga saman eins og tréð og ávöxturinn. Góðverk vor, þ. e. líf í samræmi við Guðs orð, er ekki og getur ekki orðið oss leið til réttlæting- ar, heldur hafa þau þvert á móti ávalt verið og munu ávalt verða ávöxtur, aileiðingin, árangurinn af sannri rétt-

x

Tákn tímanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.