Tákn tímanna - 01.03.1922, Side 12

Tákn tímanna - 01.03.1922, Side 12
52 TAKN TÍMANNA lega mikið að gera, fyrir vikið, eins og þarlendir menn kalla það og varð áhorf- endunum mjög skemt við það. Þeir, sem gengið hafa á þessum heitu stein- um, segja, að þeir kenni venjulega ekki mikils hita á sjálfum fótunum, en þar á móti kenni þeir logandi hita kringum eyrun. Nú mun mörgum vera forvitni á að vita, hvernig hægt sé að leika þessa list. Mér datt þegar í hug, að það væri kölski, sem þarna væri hjálplegur, og skömmu seinna heyrði eg einn þar- lendan, sem fyr á tímum hafði troðið eld, segja hið sama. Nú var hann orð- inn meðlimur kristins safnaðar, og þegar hann var kominn að þeirri niðurstöðu, þá lýsti hann því yfir, að hann yrði að hætta við athöfn þessa, því hún væri verk djöfuls. Forsprakki eldgöngumanna er kall- aður »prestur«, og áður en hann fremur þessa list, gengur hann út í skóg með fylgifiskum sínum og biður þar um vernd »andanna«. Guð himnanna mundi vissulega aldrei heyra slíka bæn, og því er auðsætt að vernd hlýtur að koma úr annari átt. Hið sanna er, að eldganga þessi er ein af einkennum andatrúamanna. Sú trú hefir rutt sér braut meðal þarlendra manna og vinnur þar sitt verk. Eg hefi hitt marga öndunga á ferðum mínum um Raiatea. Fyrir nokkrum vikum, kom eg þar inn sem nokkrir þarlendir menn voru á valdi andanna. Djöfullinn fer ekki fram hjá eyjum þessum. Alstaðar treður hann sér að. Á eyjum þessum er hann þegar farinn að starfa »með öllum krafti lýginnar, táknum og gjörningum«, til þess að leggja snörur tyrir eyjabúana og leiða þá i viliu. Ó, að sá dagur rynni upp bráðlega, að vald hans þar yrði brotið á bak aftur. Biður þú til Guðs? Móðir nokkur ætlaði að leggja af stað í höfuðstaðaferð með littlu dóttur sinni. Pær krupu báðar á kné og báðu Drottin um að varðveita þær á leiðinni, svo þær gætu komið heim aftur glaðar og heilbrigðar. Vinstúlku dóttur hennar ætlaði einnig að vera með. Hve glaðar og ánægðar voru þær ekki, þessar tvær littlu leik- systurl Alt gekk slysalaust þar til þær komu þangað, sem þær þurftu að skifta um sporvagn. Fyrst setti móðirin dóttur sína á götuna og þar næst vinstúlku hennar; en þegar hún var búin að því, kom maður á hjólbesti með afarmikl- um hraða og fór yfir barn hennar. Fólkið hrópaði og þyrplist saman, en þegar móðirin lyfti barni sínu upp, virtist það óskaðað. Hvað hafði borið við? Hin þykka kjólermi, sem fóðruð var með lérefti, var rifin af, en það var ekki hið minsta sár á barninu. Pegar alt fólkið stóð og horfði á móðurina, sem spurði barnið: »Hvar er sárt? svaraði barnið: »Það er hvergi sárt, mamma; en það er af því, að þú baðst Guð um að varðveita okkur áður en við lögðum af stað að heiman«. Barnið talaði svo hátt, að alt fólkið, sem stóð i kringum þær, heyrði það, og menn og konur litu hvert á annað og viku í burtu; en barnið var ósjálf- rátt orðið vitni fyrir mönnunum uiu að Guð heyrir bænir,

x

Tákn tímanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.