Syrpa - 01.12.1915, Page 24

Syrpa - 01.12.1915, Page 24
21 + SYRPA, IV. HEFTI 1915 Svo var þaS einn góSan veSurdag, að vinnufólkiS tók eftir því, aS frúin hagaSi sér svo einkennilega, aS þaS var dauShrætt um aS hún væri ekki meS öllum mjalla. Fyrst sat hún úti í kirkju- garSi. Lá hún þar á grúfu á leiSi manns sína, grét hástöfum og baSst fyrir. Svo fór hún inn í hvert einasta fjós, hesthús, fjárhús og hænsahús, alveg eins og hún væri aS kveðja hverja skepnu, Hún fór upp í básinn hjá hverri einustu kú, lagói vangann upp að kjammanum á þeim og klappaSi þeirn á herðakampinn. Hún tal- aSi vingjarnlega viö alla hestana, eins og þeir væru mannverur. Um kveldið hafSi hún boSið Gunnvöru og Steinari góSa nótt svo einkennilega, aS þau viknuSu viS. Hún hafSi horft fast og lengi á hvern einasta hlut í öllum herbergjunum, eins og hún vildi faðma þá meS augunum. Þegar hún stóS upp frá kveldverði, bauð hún Söfren og Maríu góSa nótt og sagSi um leiS: ,,og þökk fyrir mig“. Söfren og María litu döpur hvort framan í annað og steinþögðu. Frú Margrét tók einn kertastjakann, kveikti ljós og fór meS þaS upp í svefnherbergiS sitt. Þegar hún kom þangaS, settist hún niSur, skrifaSi bréf, læsti því og lagSi þaS á borSiS hjá ruminu sínu. AS því búnu opnaSi hún skúffu í kommóðunni sinni, tók þar upp mynd af manni í prestaskrúSa og gamlan þurkaSan ,,Gleym mér ei“ blómvönd og kysti hvorttveggja hvaS eftir annaS. ,,Nú kem eg bráSum til þín vinur minn“, sagSi hún í hálfum hljóS- um og horfSi fast á myndina. Svo tók hún út úr leynihólfi dálítiS glas, hélt því upp aS ljósinu og þefaSi af því, til þess aS vera viss um aS þaS væri lyfiS, sem hún ætlaSist til aS þaS væri; síðan hátt- aSi hún og lagSist til hvíldar í rúmi sínu. Hún lagSi aftur augun, lá þannig stundarkorn og baSst fyrir í hljóSi. AS því búnu helti hún úr glasinu meS óskeikulli hendi og fullu ráSi í vatnsbolla, sem á borSinu vár, drakk það í einum teyg og hneig svo niSur á koddann. Morgurinn eftir Jcom frú Margrét ekki ofan á venjulegum tíma. María var send upp í herbergiS tíl þess aS gæta að henni- LjósiS var enn þá lifandi á borSinu og frú Margrét lá örend í rúminu. En bréfiS var á borðinu. Utan á skriftin var þannig : ,,TiI séra Söfren ívarssonar og hinnar virkilegu konu hans“. En innihaldiS var á þessa leiS : ,,Kæru börn ! Það sem eg aShefst, gjöri eg meS fullu ráSi og fúsum vilja, og

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.