Syrpa - 01.12.1915, Síða 33

Syrpa - 01.12.1915, Síða 33
SYRPA, IV. HEFTI 1915 223 skjólgaröarnir eru eins háir og þeir sjálfir, svo þeir finna mjög lítiö til vindarins aö baki sér. Þessi skýl- ing er beinlínis aö þakka reynslu okkar í fyrra, og það er gleöilegt að vita að við höfum þó haft eitt- hvaö gott af þeirri slysaferö. Það er áliðið dagsins, þegar eg skrifa þetta, og ennþá er mikill stormur. Eg er hræddur um að við getum ekki haidið áfram í nótt. „Kuldinn, sem er fimm stig fyrir neöan núll, er meiri en æskilegt er með snjónum“. Bylurinn hélzt í tvo daga. Eftir því sem að hann varaði lengur sýndust hestarnir veröa ver útleiknir. Snjórinn sett- ist í augun og nasirnar ó þeim, svo að þeir gátu ekki notið hvíldar. Samt ,,mér til mikillar undrunar, voru þeir frískir og fjörugir, þegar teppin voru tekin af þeim, Jehú og Kínverjinn tóku til fótanna strax og þeir voru lausir; og Kínverjinn jafnvel brá á leik. Þeir drógu ækin rösklega, allir þrír, þegar af stað var lagt. Við vorum mjög fegnir að sjá aö illviörið haföi ekki gert þeim neit verulegt mein. Þeir héldu áfram sex jarðarmáls mílur, og voru seztir að, þegar okkar hluti aflestinni, sem hélt vel áfram, náði þeint, alveg eins og vanalega. Þeg- ar þeir voru farnir biöum við eftir þeim seinustu og uröum þeim sam- ferða. Næstu íimm mílurnar gengu þeir allir sjö satnan í einum hóp; og þar sem óðum var að lygna, sólin farin að skína og hestarnir héldu vel áfram, var ferðalagið beinlínis skemtilegt. Traust manns á hest- unum óx á hverri stundu; þeir drógu ækin, þó þung væru, án þess að sýna nokkur þreytumerki. Þeir vaða allir léttilega gegnum lausa- snjóinn og kveittka sér ekki vitund. Flestir þeirra stanza við og við og glepsa í sig snjó, allir nema Christ- opher litli, hann lteldur áfram og staðnæmist hvergi.“ Þegar bylnum var lokið leit alt ljómandi vel út. ,,Við finnum vörð- urnar, sem við bygðum í fyrra, átt minstu fyrirhafnar. Þetta er sér- lega æskilegt fyrir heimferðina.... Allir eru í bezta ástandi.... Menn og hestar eru í bezta skapi í þessu veðri. Maður vonar fastlega að það haldist. um tíma, þegar komið er suður fyrir vindabeltið11. Hvikula von! Þetta var 9. nóv. og jafnvel þá ,,blæs óþægileg sunn- angola, sent sýnir okkur hvaða fyr- irtak skjólgarðarnir okkar eru. Hestarnir standa undir þeim í sól- skininu og líður eins vel og framast verður kosið. “ Hrœðilegar dagleiðir. En 10. nóv. kentur hin fyrsta af fjórum ,,hræðilegum dagleiðum11, með stormi á móti fyrst, og síðan með byl. Næsta dag var nýi snjór- inn mjúkur, og þá komust þeir inn á svæði, þar sem að mjúkur snjór og harðir vindbaröir snjóhryggir skiftust á; til og frá í lægöum milli hryggjanna lá snjórinn í dyngjutn laus eins og sandur. Hestarnir ollu þeim mikillar áhyggju. Þrátt fyrir beztu meðferö, haföi mikið reynt á þá síðan lagt var af stað með þá frá Nýja Sjálandi. ,,Ef þeir lcomast vel í gegnum þetta alt sam- an, þá verður það eingöngu Oates að þakka“. Fjórtánda nóvember, þegar aftur

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.