Syrpa - 01.12.1915, Blaðsíða 37

Syrpa - 01.12.1915, Blaðsíða 37
SYRPA IV. HEETI 1915 • 227 ana. Evans og hans félagar liöfðu verið sendir á undan, og við gáturn ekki náð þeim, en þeir sáu okkur stanza til að borða og gerðu það sama. Eg kveið fyrir að halda á- fram eftir máltíðina, en þegar við vorum búnir, með talsverðum erfið- leikum, að brjóta af meiðunum, gát- um við haldið áfram stanzlaust og komustum fram fyrir hina eftir eina til tvær mílur, og var auðséð að við mundum framvegis geta verið í far- arbroddi. ,,Það er auðséð að farið hefir eins og ég bjóst við. Neðri dalurinn er allur fullur af snjó eftir byljina, og ef við hefðum ekki skíðin, þá kæmustum við ekkert áfrarn. Mað- ur sekkur í snjóinn uppað hné og upp fyrir hné, þegar maður hefir sleða í eftirdragi. Það væri því ómögulegt að komast eitt fet áfram skíðalaus. Þegar á alt er litið, er okkur síöðugt að fara fram í skíða- notkuninni. Við erum rúmum fimm dögum seinni en Shackleton var, vegna stormanna, en með þeirri færð, sem við höfum, væri ómögulegt að hafa meira á sleðunum. Evans og hans menn gátu fvlgt okkur miklu betur í dag; þeir komu nreð skóna sína inn í tjaldið okkar í niorgun, og Evans lagaöi þá til“. Þrettánda desember. Þeir höfðu aðeins fjórar mílur í dagleiðinni. Ný ísskorpa var á snjónum með köflum. Þegar dráttarmennirnir stigu á hana skriðnaði þeim fótur, svo þeir runnu til baka. Sleðarnir fóru á kaf í lausa snjóinn og sátu blýfastir. Hóparnir hjálpuðu hver öðrum meðan þeir gátu. Scotts flokkur, sem dugði bezt þann dag- inn,eyddi þremur klukkutímum í að tíu koma feta meiðumundir sleðann, en svo seint gekk ferðin, að hinir töfðust ekkert við það. Talsverður sólarhiti var og snjórinn stamur; föt mannanna voru blaut af svita. Þeir náðu hinum, sem urðu að fara með hvíldum. ,,Erfiðið var blátt áfram afskaplegt. Slætn melting, blaul föt og sina- teygjur gáfu ekki rólega nótt ; en fjórtánda desember, þegar komið var tvö þúsund fet upp yfir sjávar- mál fór færðin að skána. Eftir fyrstu tvö hundruð faðmanna fór minn flokkur að greikka sporið, svo eg sá að alt mundi fara að batua. Við náðum hinum innan skamms og buðum þeim að bæta á okkar slcða, en Evans var of stór- látur til að þiggja það. Seinna skiftum við um sleða við Bowers; við drógum þeirra sleða léttilega, en þeir áttu fult í fangi með okkar. ,,Okkur hitnaði ákaflega á göng- unni, löðursvitnuðum og fórum úr peysum. Afleiðingin er sú að okk- ur er kalt og ónotalegt núna, en það að sleppa við mjúka snjóinn bætir upp öll óþægindi, 'Um miðjan dag- inn var ekki meira en tvö fet niður á harðan is, nú er það naumast eitt, svo eg býst við að hann verði bráð- um auður“. Það virtist sem þeir væru að kom- ast upp úr afarstórri skál, sem snjór safnaðist lyrir í, og sem náði alla leið að Cloudmaker-fjalli. Bjart- sýnið, sem aldrei yfirgaf þá, kemur aftur í ljós hér. ,.Eg held að öll vandræðin, sem stafa af lausa snjón- um, séu nú á enda, og eg gæti ekki kosið á neitt betra en að færðin, sem við höfum nú, héldist. Þegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.