Syrpa - 01.12.1915, Blaðsíða 62

Syrpa - 01.12.1915, Blaðsíða 62
252 SYRPA, IV. HKFTI 1915 H um — þessari er ðhætt að að sleppa. Svo horföi hann ít þá næstu. Kornunga, svarthærða stúlku, feita og blððdökka, með munaðarblæ í hverjum drætti í and- litinu, og gáskafull tindrandi augu. Svona leit.hann á hverja af ann- ari. Engin þeirra vakti sérstaka eftirtekt hans. Jú, þarna sat ein, Bjarthærð, með bjartan og hreinan hörundsblæ. Þennan blæ sem svo oft auðkennir bjarthærðar stúlkur. Andlitið var smá-frítt, augun blá og fjörleg og munnurinn nettur og hálsin hvítur og sívalur. Já, þessar varir væri gaman að kyssa, og þessir vangar eru víst mjúkir og heitir, hugsaði Einar og horfði um stund á hana. Hún leit upp og augu þeirra mættust—and- artak—svo leit hún undan og kaf- roðnaði. Einar brosti með sjálfum sér. Svo rendi hann augunum fram eftir bekknum. Þarna voru 4 eða 5 lag>- legar, en flestar sviplausar, eða þá þessi sálarleysissvipur, sem maður rekur augun í, á ekki svo fáu kven- fólki. Jæja, hugsaði Einar, þegar hann var búinn að líta yfir hópinn—þetta eru sæmilegar dömur—hvernig sem þær dansa nú. Svo fór hann að athuga búning- inn. Allar voru þær vel búnar. Flestar með úr og festi, annað hvort utan um hálsinn eða mittið og marg- ar með armbönd, sem hringlar í hvað lítið sem þær hreyfðu sig — eins og í barnaleikföngum. Svunturnar og slifsin voru með litlu litarsamræmi hvert við annað, eða við andlitsblæ stúlknanna. En slíkt hafði Einar oft séð áður og oft furðað sig á því smekkleysi sem þar hefði komið fram, þegar tekið er til- lit til hinnar næmu fegurðartilfinn- ingu sem flestar stúlkur hafa. Einar var hugsi andartak. En svo hrökk hann upp við það að fyrsta danslagið hljómaði um sal- inn. En sá gauragangur. Karlmennirnir þustu á fætur. Gáfu hver öðrum olnboga skot og hrintu hinum frá, allir vildu auðsjá- anlega verða fyrstir. Yfir við kvennabekkinn var alt í einni bendu, sveinar og meyjar. — á meðan að þau voru að para sig saman. Svo komu fyrstu pörin fran, á gólfið. Fæturnir gripu ,,taktinn“ eftir hljóðfallinu, og eftir örlitla stund voru öll pörin komin-á dansbrautina í hring á gólfinu. Einar leit yfir á kvennabekkinn. Flest sætin voru nú auð. Samt sátu þar nokkrar stúlkur, sumar með hálfgerðan ólundarsvip, og gutu hornauga til þeirra sem fram hjá gengu, og var auðséð að þær voru gramar yfir því að þurfa að sitja eftir. Einar sat og horfði á. Hann hafði oft skemt sér vel við það að virða dansfólk fyrir sér. Taka eftir mjúklegum átökum, af- stöðu paranna—hlýlegu augnaráði og svipbreytingum á andlitunum,og svo limaburði og hreyfingum. Eftir öllu þannig löguðu, tók Einar æfin- lega bezt þegar hann horfði á aðra dansa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.