Syrpa - 01.02.1920, Side 7

Syrpa - 01.02.1920, Side 7
S YRPA 37 ''ÞaÖ fer hrollur um mig, ef eg einungis hugsa um orSiÖ stríS; það er eins og menn væru aS tala viS imig um galdra eða rann- sóknarrétt, um óeðlileg og grimm skrímsli frá löngu liðinni tíð. “Þegar talað er um mannætur, brosa menn eins og menn vaeru langt hafnir upp yfir slíkt, því vér finnum að vér stöndum á óendanlega æðra stigi en þessir villimenn. En hvar finnum vér villimennina? Eru það þeir^ sem berjast til þess að eta þá, sem þeir taka til fanga, eða eru það þeir, sem berjast og drepa aðra einungis til þess að drepa? “Horfið á hvernig dátarnir, jafnskjótt og þeim er skipað, stökkva áfram og skjóta; þeir eru allir merktir dauðamarki eins og kindurnar í hóp þeim, sem slátrararnir reka á undan sér. Þeir munu falla á vígvellinum einhversstaðar, með brotin höfuð eða með kúlu í brjóstinu. Og það eru ungir menn, sem gætu unnið og orðið að gagni. “Feður þeirra eru gamlir og lasburða, mæður þeirra hafa elskað þá frá því þeir fæddust; þær hafa í tuttugu ár annast þá og hjúkrað þeim þannig, sem einungis móðirin getur gert það, og að missiri, eða kannske að ári liðnu, fær hún tilkynnnngu um að son- urinn hennar, efnilegi drengurinn ihennar, sem hún hafði lagt alt í sölurnar fyrir, sínar beztu hugsanir og sína blíSustu ást, honum hafi þeir kastað niSur í einhverja gröf, eins og dauSum hundi, eft" ir aS búiS var aS limlesta hann meS fallbyssukúlu og traSka hann niSur undir hestahófum. — Og hún spyr: Hvers vegna hafa þeir verið aS drepa hinn kæra dreng, sem var hennar von, gleSi og líf. Hún veit þaS ekki. Já, ihvers vegna? “HernaSur! DrepiS! MyrSið! Já, á vorri framfaramiklu, hámentuSu og heimspekilegu öld, ihöfum vér sannarlega sérstaka skóila, þar sem kent er aS drepa, drepa með vissu og í fjarlægS, drepa svo marga sem mögulegt er í einu, drepa vesalings menn, sem aldrei hafa gert hiS allra minsta á vorn hluta, án dóms og laga; drepa menn, sem hafa konur og ibörn aS sjá 'fyrir! “Og þaS merkilegasta er þó, aS fólkiS ekki skuli gera upp- reisn gegn stjórnendum sínum, hvort heldur það eru konungs- stjórnir eSa þjóðstjórnir. ÞaS allra merkilegasta er, að mann- félagiS skuli ekki gera uppreisn, þegar orðið stríð bara er nefnt. “Æ, þaS er hlutskifti vort um aldur og æfi, aS lifa undir þunganum af hinum sömu viSbjóSslegu og glæpsamlegu hleypi- dómum, hinum sömu blóSdrjúpandi hugsunum, sem viS þekkjum frá tímum hinna siSlausu forfeSra vorra. Mennirnir hafa ætíð

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.