Syrpa - 01.02.1920, Síða 9
SYRPA
39
“Hermennirnir eru pest jarcSarinnar. Vér berjumst gegn
náttúrunni, fáfræSinni og allskonar hindrunum( til þess að gera
hina aumlegu tilveru vora ögn þolanlegri. Vísindamennirnir —
völgerðamenn mannkynsins — leggja lífið í sölurnar til þess að
hjálpa meðbræðrum sínum og bæta kjör þeirra; þeir eyða öllum
krölftum sínum til þess, gera hverja uppgötvunina eftir aðra til
gagns fyrir mannkynið; þeir útvík'ka takmörkin ifyrir mannlegri
þekkingu og skynsemi, auka með hverjum degi( sem 'líður, hinn
ríka fjársjóð þékkingarinnar, sem er eign mannkynisins, og með
hverjum degi auka þeir vellíðun, auð og afl meðbræðra sinna.
“En svo kemur stríðið. Á sex mánuðum hafa hershöfðingj-
amir eyðilagt ávöxtinn af tuttugu ára erfiði, þrautseigju og snilli.
— Það er það, sem menn eiga að skilja að hindri mannkynið í að
sökkva niður í hina viðbjóðslegustu efnishyggju.”
‘Vér hölfum séð það, stríðið. Vér höfum séð hvernig
mennirnir verða eins og óargadýr, hvernig þeir, eins og vitstola
menn, drápu sér til skemtunar, eða af hræðslu, til þess að sýnast
fræknir, eða til að geta gortað af því. Vér höfum séð hvernig
þeir einkisvirtu sérhverja tilfinningu fyrir lögum og rétti( og skutu
niður friðsamlega menn, sem þeir hittu á leið sinni og sem þeim
virtust vera grunsamllegir, einunigis af því þeir voru sjálfir frávita af
hræðslu. Vér höfum séð þá skjóta á hunda, sem voru bundnir
við dyr húsbónda síns, einungis til að pró'fa hinar nýju marg-
hleypur sínar. Vér höfum séð þá skjóta til máis á kýr, sem lágu
í haganum, til alls einki's gagns, einungis til þess að skjóta, bara sér
til garnans. — Þetta er það, sem menn skilja að hindri mannkynið
> að sö’kkva sér niður í 'hina viðbjóðslegustu efnishyggju.
"Brjótast inn í annara lönd, drepa hvern þann, sem villl verja
hús sitt, einungis af því hann er klæddur í treyju og 'hefir ekki
dátahúfu á 'höfðinu; brenna kofana yfir ihö'fðum vesalings manna,
sem ekki eiga brauðbita til að seðja með hungur sitt, brjóta hús-
gögn, ste'la ýmsum hlutuim, drekka það vín, sem þeir finna í vín-
kjöilurum annara, nauðga kvenfólki á a'lfaravegi( brenna púðri
fyrir mi'ljónir króna og láta eymd og sjúkdóma breiðast út alstaðar
þar sem þeir kolma. — Þetta er það, sem menn skilja að eigi að
hindra mannkynið í að sökkva niður í hina viðbjóðslegustu eifnis-
hyggju.
“Hvað ha'fa þeir nú afrékað, þessir stríðsmenn? 1 hverju
eru hetjuverk þeirra fólgin? I engu. Hafa þeir, þegar alt kem-
ur ti'l alls, uppfundiið eða hugsað hið allra minsta? Jú, byssur
og fall'byssur. Það er alit og sumt.