Syrpa - 01.02.1920, Qupperneq 13
S l'RPA
43
0 m
I RAUÐÁRDALNUM.
SAGA
Eftir j. magnús bjarnason.
Annar Þáttur.
1! d
[Framhald).
X.
Sagan, er kynblendingurinn sagfti.
Fyrsta gistihúsiS, sem reist var í RauSárdalnum, 'hét: “Hinn
brúni hestur”, og stóS á nyrSri bakka Assiniboine-árinnar, skamt
frá Fort Garr}' víginu. HúsiS var bygt úr eiki-bjálkum, og var
stórt og rúmgott. í kringum þaS var há og iþétt rimla-girSing, og
var því gistihúsiS langt til aS sjá eins og lítiS varnarvirki. Voru
rimlarnir á girSingunni svo íþétt saman, aS ekki var hægt fyrir þá,
sem fyrir utan girSinguna stóSu, aS sjá hvaS gjörSist þar inni í
garSinum. — Sá, sem bygSi hús þetta, var maSur af frakkneskum
ættum og hét Danton, allra mesti heljarkarl og frægur veiSimaS-
ur. Var sagt aS hann halfi drepiS fleiri ví'sunda einnt hdldur en
allir aSrir hvítir menn í RauSárdalnum til samans. Þótti hann
harSsnúinn mjög í viSskiftum og 'lét sér 'fátt ifyrir brjósti brenna.
Hann hafSi iþann siS, aS taka vel á móti gestum sínum og veita
þeim óspart alt iþaS bezta, sem til var lí 'húsinu. En hann vildi
láta borga sér þaS fljótt og vel úti látiS, áSur en gestirnir kvöddu,
því aS h ann gaf aldrei neinum neitt. - “GuS náSi þann, som dkki
borgar!” var máltæki vinnuhjúanna hans Dantons. — Á þeim dög-
um var 'fátt um skotsilfur í RauSárdalnum. En Danton lét sér
þaS lynda, aS þiggja grávöru fyrir næturgreiSann; og lagSi hann
jafnan þaS verS á dýraskinnin, sem honum bezt líkaSi, og mátti
enginn á móti xnæla.
Eitt kvöld aS áliSnu sumri, áriS 1862 (eSa 1863) komu
þrír karlmenn og ein kona ríSandi norSan sléttuna og fóru mik-
inn. Þau fóru fram hiá Fort Garry víginu og námu ekki staSar
fyr en þau voru komin inn fyrir rimlagirSinguna miklu, sem var
í kringum gistihúsiS. Þar stigu þau af baki, fengu þjónunum hest-
ana og gengu síSan rakleitt inn í húsiS. Og tók Danton mjög vel
á móti þeim, eins og hans var iaifnan siSur. — Tveir af mönnum
þessum voru hvítir á Ihörund. þéttir á vePi oig á bezta aldri, og
mæltu þeir á frakkneska tuneu. ÞriSií ‘VarlmaSurinn var Ind'áni
og nokkuS hníginn aS aldri, hár og gildvaxinn og ifremur þótta-
legur á svip. Klonan; sem var meS þeim. var Indíána-ættar, á aS
gizka um tvítugt, há og grönn, og bauS af sér góSan þokka.