Syrpa - 01.02.1920, Page 20

Syrpa - 01.02.1920, Page 20
50 SYRPA “En sá okkar, sem sigrar í þessu einvígi,’ sagcSi La Tour, “skal borga iþér, herra gestgjafi, þaÖ sem þú setur upp fyrir næt- urgreiðann og ailla fyrirhöfn þína í sambandi viÖ einvígið.” “Og þar að au!ki vil eg gjarnan fá hest og kúlu-byssu þess ykkar, sem 'feiliur," sagði Danton og sneri upp á ylfirvararskeggið.. Þeir kváðu það vera sanngjarnt. “Nú er komið fast að degi,” sagði La Barre og stóð upp. “Við skúlum þá fara út,” sagði La Tour og stóð upp. “Fyrst skulum við sarnt drekka sína skálina hver,” sagði Danton, "því að þetta verður í síðasta sinni, sem við verðum hér þrír saman.” Hann helti rommi í allar tréskálarnar, svo að rann út af þeim. “Dre'kkið,” sagði Danton, “drekkið og verið glaðir!” Þeir tæmdu skálarnar í einum teig. Þeir settu á sig hattana, tóku upp skamimbyssurnar og skoðuð þær með nákvæmni. Þær voru hlaðnar. Þeir gengu all': út í garðinn. Það var enn ekki kominn dagur. Þeir fóru út um hliðið á garðinum^ gengu ofan að ánni og út á flatbotnaða bátinn, sem þar var bundinn við bakk- ann. La Barre og La Tour tókust í hendur og kvöddu hvorn ann- an, eins og ekkert væri um að vera — rétt eins og góðkunningjar, sem setið ihaiía að sumbli heiila nótt, og ætla sér að hittast aftur næsta kvöld. — Þeir gengu út að ytri borðstokknum á bátnum og staðnæmdust þar. Það voru 20 fet á milli þeirra. Danton stóð á miðju þilfarinu. Fám mínútum síðar ljómaði af degi. ----La Barre og La Tour stigu nú upp á borðstokkinn, sem var fet á þykt, og miðuðu skammbyssunum. Danton hrópaði: “Skjótið nú!" — Tvö skot riðu aif í senn. Og á sama augnabliki duttu báðir einvígismenn- irnir út af bátnum og ofan í ána. Skotin höfðu hitt báða í hjarta- stað. “Svona förum við allir,” sagði Danton og gekk út að borð- stokknum með mestu hægð og horfði á straumfallið í ánni. En lílkin sáust ekki. Þau höfðu sökkið. “Skotstiklarnir í beltum þeirra halda þeim við botninn,” sagði Danton; “ og vfnið leikur sinn þátt líka.” I þessu hringdu klukkurnar í kirkjunni í St. Boniface, og grá morgunskíman breiddist ylfir sléttu.ia. “Ave María!” sagði Danton lágt. Hann gekk hvatlega heim í gistihúsið, og drakk fulla skál af rommi inni í borðsalnum.

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.