Syrpa - 01.02.1920, Blaðsíða 28

Syrpa - 01.02.1920, Blaðsíða 28
58 S Y R P A ura á komanda sumri, og aS þær verSi þá reglulega lagSar und- ir krúnu Noregs. Ymsir hafa látiS þá ósk og von í 1 jós, aS eyj- arnar verSi um leiS endurskírSar og nefndar SvALBARD, því þaS er lítill eSa enginn vafi á, aS Spitzbergen er land þaS er fornsögurnar íslenzku nefna SvaibarS, og sem NorSmenn höfSu þannig fundiS mörgum öldum áður en Hollendingar fyrst komu þangaS. Eins og þegar er sagt, hafa Norðmenn langmest ítök og út- veg í Spitzbergen, og norska ríkiS hefur á síSari árum komiS á póstgöngum og loftskeyta-sambandi milli eyjanna og Noregs. Norskir vísindamenn hafa einnig, á síSari árum, gert langmest aS því aS rannsaka eyjarnar, og má í því sambandi sér í lagi nefna þá Hoel, Staxrud og Isachsen. SíSan NorSmenn keyptu kola-ítök Bandaríkja-félagsins í nánd viS svo nefnt Longyear City, eiga þeir langtum meiri kola-ítök en nokkur önnur þjóS. Næstir NorSmönnum koma Svíar, sem nú stunda einnig kola- tekju á eyjunum af kappi. Svíar hafa lýst yfir því, aS þeir séu ánægSir meS aS eyjarnar verSi lagðar undir krúnu Noregs, meS því skilyrði, auSvitaS, að starfs- og verzlunar-réttindum annara þjóSa sé ekki hnekt. ÞaS er búist viS, aS hæsta-ráS bandalags-þjóóanna semji reglugjörS, sem veiti öllum þjóSum sama rétt til náma-starfs og annara atvinnu-greina á eyjunum og viS þær. Hin norsku, svo nefndu ,,consessíon ‘-lög eiga ekki aS ná til eyjanna. Norska ríkiS fær einkarétt til aS leggja á skatta, en þeim verSur aS verja eingöngu í þarfir eyjanna. Sköttunum má ekki verja til hermála. Spitzbergen eyjaklasinn liggur í norSur-íshafinu og nær frá 16\ til hér um bil 80i gráSu norSl. br., og frá 9 til 22 stigs aust- ur lengdar, miSaS viS Greenwich. Eyjaklasinn er þannig því nær í hánorSur frá norSurodda Noregs, og er vegalengdin þaS- an til eyjanna 3—400 mílur enskar. í eyjaklasanum eru þrjár stórar eyjar og ýmsar smærri. Hin stærsta er hin reglulega Spitzbergen-ey, og eru þaS eiginlega tvær aflangar (frá suSri til norSurs) samhliða eyjar, tengdar saman meS eiSi, er nefnast vestur og austur Spitzbergen eSa Nýja-Friesland, Næst stærstu eyjarnar nefnast Egede og NorSaustur eyjar. MeS því eyja- klasinn liggur svo langt inn í kuldabeltinu, er hann mestmegnis þakinn ævarandi snjó og jöklum. Öll vesturströnd aSal eyj- anna er f jöllótt, og eru fjöllin frá 3000 til 4500 fet á hæS yfir hafflöt; og hiS sama er aS segja um norSaustur-ströndina. Tal- iS er, aS allar eyjarnar til samans séu um 80,000 ferhyrnings kílómetrar aS stærS. AS eins tvo mánuSi af árinu fer kvika- silfriS í hitamælinum upp fyrir frost-depilinn, og sjaldan meira en 5 gr. upp fyrir hann. Vér höfum þýtt (úr ensku) og prentum hér á eftir all-ná- kvæman útdrátt úr ágætri ritgerS eftir John Munro Longyear, k.

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.