Verði ljós - 01.07.1896, Blaðsíða 2

Verði ljós - 01.07.1896, Blaðsíða 2
114 Ekkert nema Jesiun Erist og liaim krossfesta-n! Vígslulýsingarræða flutt í dómkirkjunni 24. maí 1896. Drottinn minn og guð minn! Þínar hugsanir sjeu mjer í lijarta og þitt orð mjer á tungu'. Amen. í fyrra brjeíi sínu til Korintumanna, skrifar Páll postuli þcssi orð: „Þegár jey kom til yðar, brœður, lcom jey með enga framúr- skarandi orðsnild eður spelci til að boða yður vitnisburð yuðs, því jeg ásetti mjer að vita elckert á meðal yðar nema Jesúrn Krist og hann krossfestanu (1. Kor. 2, 1- 2). Páll hafði sjálfur stofnað söfn- uðinn í Korintuborg með prjediknn orðsins, en eptir burtför hans þaðan höfðu aðrir kcnnendur komið þangad, er að sönnu bygðu of- an á sama grundvöil og hann, og vökvuðu það, sem hann hafði gróðursett, en fluttu fagnaðarerindið í öðrum búningi og sömdu sig meira eptir hugsunarhætti Korintumanna, er höfðu miklar mætur á heimspekilegum fræðum, heimspekilegri málsnild- og orð- skrúði Þetta varð til þess að tvístringur kom í söfnuðinn og flokka- drættir, er ekki gátu orðið til annars en að skaða hið kristilega líf, sem Páll hafði vakið i söfnuðinum. Menn tóku nú að heimta „fortölur spaklegrar málsuildar“, heimta fagnaðarboðskapinn flutt- an í búningi, cr samsvaraði hinni grísku menningu þess tíma, og líta smám augurn á hina einföldu prjedikun orðsins, er gjörir sjer ekkert far um að kitla tilflnningar áheyrendanna, og litu þá einn- ig smám augum á sjálfan postulann Pál, er hafði tamið sjer á með- al þeirra þessa einföldu prjedikunaraðferð. Það er þessi einfalda prjedikunaraðforð, sem Páll er að verja í fyrstu kapítulum brjefs- ins, sem hin upplesnu orð oru tekin úr. Hann heldur því þar fram, að hin cinfalda boðun fagnaðarerindisins ein samsvari eðli þess, og að drottinn hafi ekki sent sig til að boða náðarorðið með spaklegri málsnild, því að fyrir hana missi lærdómurinn um hinn krossfesta krapt sinn, heldur til að boða það í auglýsingu anda og kraptar. Sú speki, sem evangelíið flytji, segir hann, að sje ekki spoki þess- arar aldar eða þessarar aldar höfðingja, því að hún sje einkis nýt og muni að engu verða, heldur sje það speki guðs leyndarráðs, er áður hafi hulin verið vitringum heimsins, en nú sje opiuberuð smæl- ingjum þessa heims, til þess að hinum voldugu gjörist kinnroði, og hinuin fávísu þessa heims, til þess að hinum vitru gjörist kinn- roði. Einmitt þess vegna, segir Páll, að hann hafi ásett sjer á rneðal þeirra að vita „ekkert neina Jesúm Krist og hann krossfestan“.

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.