Verði ljós - 01.07.1896, Blaðsíða 13
125
eða ríkm- sem hann er, vöru eða verkfæri mcð þessu nafni. Nú
er það viðurkent sein óbrigðul sannindi, að hver vera með manns-
eðli sje persóna með vitund og vilja, sem haíi rjettindi ekki síður
en skyldur. En hvernig heíir þessi skoðuu breyzt þannig í með-
vitund manna? Fyrir áhrif kristindómsins, scm býður húsbændun-
um: „Yeitið þrælunum það, sem rjett er og sanngjarnlogt, og mun-
ið til þess, að þjer eigið og drottinn á himni“ (Kól. 4, 1), og gcfur
öllum játendum sínum þessa meginreglu: „Hjer er ekki Gyðingur
nje Grískur, ekki þræll nje frolsingi, ekki karl nje kona, því þjer
eruð allir eitt í .Tesú Kristi“ (Gal. 3, 28).
E>að mætti lengi halda þaunig áfram, cn vjer skulum ckki
þreyta lesendurna á að telja upp meira af því, sem kristindómurinn
hefir komið til lciðar, enda væri oss ómögulegt að telja upp þús-
undasta liluta þess. Aðeins viljum vjcr benda á, að kenning krist-
indómsins um guðsmyndareðli mannsins og siðferðilega takmark,
um kærleika til guðs og manna sem hið æðsta boðorð, heíir borið
allar siðferðilcgar framfarir og menningu mannkynsins, og að hin
kristna trú hefir gjört ólærða vcrkamonn (postulana) að kennifeðr-
um mannkynsins, hcfir á öllum öldum vakið hjá hinum ómentaða,
jafnt sem hinum mentaða, það kærleikans hugarfar, sem ekki hefir
hlífzt við að lcggja alt í sölurnar fyrir aðra, já, hefir komið mönn-
um til að þola þjáningar og dauða með þolinmæði, fremur cn að
afncita þessari trú, Og vjer spyrjum, er ekki þetta alt saman mik-
ilvæg sönnun fyrir sannleika kristindómsins ?
IV.
Spádómar biblíunnar hafa ræzt, upprisa Krists or sögulegur
viðburður og kristindómurinn hefir haft ómælanleg siðbóta- og menn-
ingaráhrif á mannkynið. Þctta alt saman sannar guðdómleika
trúar vorrar. Þó tökum vjer orðið „sanuar“ hjer ekki í sömu
merkingu og þegar talað er um stærðfræðilegar eða vísindalegar
sannanir, sem svo eru úr garði gjörðar, að allir menn mcð heil-
brigðri skynsemi hljóta að fallast á þær. Slíkar sannanir er eigi
hægt að færa fyrir kristindóminum, því það stríddi á móti cðli
hans; kristindómurinn heimtar trú, en fullkomin sönnun gjörir
trúna óþarfa og getur því aldrei fengizt. Hver maður verður þess
vegna sjálfur að reyna áhrif kristindómsins á líf sitt, til þess
að sannfærast um sannleika hans. Hver er þá jiessi rcynsla?
Maðurinn finnur, að hann getur ekki af sjálfsdáðum komizt til
guðs eða nálgazt hann; hann finnur til þess í samvizku sinni, að hann