Verði ljós - 01.07.1896, Blaðsíða 12

Verði ljós - 01.07.1896, Blaðsíða 12
124 voru eign foreldranna i þeim skilninsri, að foreldrarnir gátu farið með þau eins og þá lysti, og jafnvel svipt þau lífi, ef þcim bauð svo við að horfa. Það kom fyrir, að foreldrar drektu börnum sín- um, báru þau út á víðavang, þar sem þau dóu af kulda eða sulti, eða köstuðu þeim fyrir villudýr og ránfugla. í hinu rómverska ríki þótti slíkt engin óhæfa, og beztu mönnum þátímans fanst það jafnvel eðlilegt, að lasburða og vansköpuð börn væru tekin af lífi. Þetta var leyíilegt, og eigi aðeins fátæklingar, heldur einnig hátt- standandi rikir menn, gjörðu sig seka í þessum ósóma; þannigljet Ágústus keisari t. d. bera út óskilgetið barn dóttur sinnar. — Einn- ig hjer á íslandi tíðkaðist þessi voðalegi siður; þannig má minna á, að Þorsteinn á Borg, sonur Egils Skallagrímssonar, skipaðihús- freyju sinni, áður hann reið að hciman til þings, að bera út barn það, er hún gcngi með, ef það væri meybarn. „Ok þat var þá siðvandi nökkur, er land var alt alheiðit, at þeir menn, er fjelitlir voru, en stóð ómegð mjög til harida, ljetu út bera börn sín“, segir í Gunnlaugs sögu ormstungu. Engin iög bönnuðu þetta hjer á landi, cn það „þótti þó illa gert ávalt“. Hvernig cr nú farið með þá, sem slíkt frenija, og hver orð eru þeirri móður valin nú, sem sýnir slíkan fordæðuskap og ónátt- úru, eða þeim föður, scm skipar slíkt?—Það er kristindómurinn, sem í þessu efni sem öðru hcíir innrætt mönnurn hið rjetta, að börnin eru dýrmæt guðs gjöf, ekki gefin foreldrunum til þcss að fara raeð þau eptir geðþótta sínum, heldur til þéss að upp- ala þau „með aga og umvöndun drottins11 (Ef. 6, 4). Hvílík. var meðferðin á þcim fiokki manna, sem nefndir voru þrælar? Er ekki hryllilegt að hugsa til þoss, að jafnvel speking- ar, eins og hinn frægi Aristótelcs, töldu þá meðal verkfæra, cn ekki skynsemi gæddra vera, og frægur rómverskur maður, sem var uppi á Krists tímum, talar um þrons konar akuryrkjutól, dauð (vagna), mállaus (uxa) og loks máli gædd (þræla). Þrælarnir voru þannig ekki taldir meðal manna; þcir voru eign húsbóndans eins og hver annar hlutur, þeir voru soldir eins og hvcrt annaö góss, og þá mátti drepa eins og liest eða hund. ög hvað hafði svipt þá mannrjettindum? Ekkert annað cn fæðing í fátækt og þrælk- un, cða yfirgangur þeirra, sem völdin höfðu. Sorglegt er um það að lcsa, hvernig farið var með marga af þessum aumingjum, sem, þótt þeir hefðu cugan rjett á sjer, þó höfðu mannlegar tilfinningar og eðli engu síður en þeir, er áttu þá og fóru mcð þá sem dýr. Nú á enginn maöur í nokkru siðuðu landi, hvcrsu voldugur

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.