Verði ljós - 01.07.1896, Blaðsíða 8
120
nú er því ekki svo varið; því að eins og jeg vildi sýnt hafa í síð-
asta pistli mínum, er syndleysi Jesú Krists svo ómótmælanleg stað-
höfn, að jafnvel hafnendur guðdómleika hans, hljóta að kannast
við það, og þegar því á hinn bóginn verður ekki heldur með rök-
um mótinælt, að heilagir kvistir geta ekki sprottið fram af spiltri
rót, — þá fæ jeg með engu móti sjeð betur en að það sje fylli-
lega hugsunarrjett ályktun, er jeg segi: hinn heilagi og syndlausi
Jesús Kristur er getinn á annan hátt en allir aðrir mcnn af konu
fæddir, þ. e. á yfirnáttúrlegan hátt.
En þegar jeg segi þetta: Jesús Kristur ér gétinn á yfirnáttúrleg-
an hátt, þá meinajegmeð því, að hann sjé getinn fyrir sjerstakan
guðdómskrapt, en það er einmitt hið sama sem guðspjöllin halda
fram, sjerstaklega Lúkas, þar som hann tilfærir orð engilsins til
Maríu, móður Jesú: „Heilagur andi mun koma yfir þig og krapt-
ur hins æðsta mun yfirskyggja þig, og þar fyrir mun það heilaga,
sem af þjer fæðist, kallast sonur guðs“ (Lúk. 1, 35), cins og það
er í fullu samræmi við játningu kirkjunnar frá elztu tímum, eins
og það cr orðað í 2. gr. trúarjátningarinnar: „Jeg trúi á Jesúm
Krist,' drottin vorn, sem er gotinn af hcilögum anda“. En þá
er líka hin hcilaga rót fundin, sem hinir heilögu kvistir geta sprott-
ið af, og þá er líka gáta syndleysisins fullkomlcga ráðin.
Menn hafa reyndar, til þess að komast hjá þessum lið trúar-
innar, án þess hins vegar að þurfa að varpa kenningunni urn synd-
leysi Jesú fyrir borð, reynt að fara aðra lcið. Menn hafa sagt:
Jesús er getinn á eðlilegan hátt eins og allir aðrir menn, en hefir
seinna verið hrcinsaður af allri synd og sjerhvcrri tilhneigingu til
syndar fyrir guðlogan almættiskrapt. Þessi kenning gæti fljótt
álitið virzt allaðgengileg, en hvenær ætti þossi guðlega hreins-
unarathöfn að hafa farið fram? Samkvæmt nýja testamentinu er
guðssamband Jesú þegar á barnsaldri orðið svo fullkomið, að hann,
aðeins tólf ára gamall, játar opinbcrloga, að umgengnin við guð sjc
honum svo að segja siðferðileg eðlisnauðsyn, þar sem hann sogir
við þau Maríu og Jósep, er þau höfðu leitað hans lengi og loks
fundið hann í musterinu: „Vissuð þjer ekki, að mjer ber að vera
í því, sem míns föður er“ (Lúk. 2, 49). En sjo syndleysi Jcsú
Krists á annað borð afleiðing yfirnáttúrlegs verknaðar, fæ jeg ong-
an veginn sjeð, hvers vegna þetta kraptavork guðs hefir ekki eins
vel gotað fram farið í fyrstu byrjun lífs hans eins og síðar í lífi
hans, cins og jeg heldur ekki fæ sjeð, að hvcrju lcyti þessi hrcins-