Verði ljós - 01.07.1896, Blaðsíða 4

Verði ljós - 01.07.1896, Blaðsíða 4
116 krossfestan!“ láta blekkjast af þessum vantrúarrödduni, inisskilja svo köllun sína, að þeir fara að taka tillit til þeirra og liætta að sinna grundvellinum, sem lagður er, sein er Jesús Kristur. En livað veldur þessu? Ekkert annað cn það, að þeir meta það meira að þóknast mönnum, en gjöra vilja þess, sem sendi þá! Sannur guðs erindreki gleymir aldrei hinni kennimannlegu reglu: „Ekkert nema Jésúm Krist og hann krossfestan!“ því að hann hirðir ekki um að þóknast mönnum. Páll postuli þekti ofurvel hinn veraldloga liugsunarhátt margra í hinum korintiska söfnuði, hann vissi það vel. að hann mundi gcta unnið sjer marga iieiri áhangendur, ef hann tæki upp þá kcnsluaðferð, sem beztljet í eyrum, en hann gjörði það ekki, því að haun hirti ekki um að þóknast mönnum. Hann kryddaði ekki kenningu sína með veraldarspeki eða fortölum spaklegrar málsnildar, heldur mat það mest að reynast trúr umboðsmaður guðs leyndardóma, þess vegna ásetti hann sjcr að vita ekkert, nema Jesúm Krist og hann krossfcstan. Og sjerhvér sá, er elcki fylgir dæmi hins mikla postula í þessu, hann er ótrúr umboðsmaður, leiguþjónn, sem metur dóm heimsins meira en heill hjarðar sinnar, metur það að þóknast mönnum meira en hitt, sem þó ríður mest á, að þjóna guði. Það er óneitanlega satt, að freistingin til að royna að þóknast mönnum, mcð því að haga orðum sínum eins og bezt lætur áheyrendunum í eyrum, getur orðið sterk; en vei þeim, sem ekki vinnur sigur á þeirri freistingu. Það cr efasamt, hvort kirkjurnar yrðu til lcngdar bct- ur sóttar, þótt kcnnimennirnir tækju að bera fram spurningar þær, er eingöngu snerta hinn tímanlega liag þjóðanna, en liitt er víst, að hjörtu smælingjanna sæktu þá enga næringu þangað, þeir, scm hungrar og þyrstir eptir rjettlæti, færu þaðan aptur jafn hungraðir og þyrstir og þeir komu, því að hjarta hins andlega fátæka getur hvergi ldotið frið, og sá, er hungrar og þyrstir eptir rjettlæti, hvergi hlotið svölun, nema i orðinu um Jesúm Krist og hann krossfestan. Þess vegna víkur liinn trúi umboðsmaður guðs leyndardóma aldrei frá liinni kennimannlegu reglu, „ekkert nema Jesúm Krist og hann krossfestan“. Hann roynir ekki að kaupa sjer áhangendur með því að reynast ótrúr og vanrækja skyldur sínar; hann veit, að hann cr aðeins scttur tii að sá og vökva, en að drottinn er sá, sem ávöxtinn gcfur, og hann treystir því, að ávöxturinn muni fyr eða síðar koma í Ijós, ef trúlega cr sáð og vökvað, þótt lionum sjálfum ef til vill auðnist ekki að líta þá stund. Sannur guðs erindreki gleymir aldrei hinni kennimannlegu

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.