Verði ljós - 01.08.1896, Blaðsíða 4
11«
þeim borlega: Aldrei þekta jeg yöur, fariö frá, mjer þjer illgjörða-
menn“ (Matt. 7, 22—23).
En hvergi gefur Jesús það greinilegar í skyn, hvaða hugsun
hann leggur inn í nafnið „guðssonur", en þar sem hann, skömmu
áður en hann skilur við lærisveina sína að sýnilegum návistum,
fyrirskipar hina heilögu skírn í nafni föðurs, sonar og heilags anda
(Matt. 28, 19) og rökstyður þessa fyrirskip'un sína með því, að sjer
sje alt vald gefið á himni og jörðu. Allar þær tilraunir, sérn gjörð-
ar hafa verið til þess að komast hjá að játa það, að Jesús
hjcr gjöri kröfu til þess að vera skoðaður jafn í tign föðurnum og
heilögum anda, hafa mistekizt mcð öllu. Orðin eru svo skýr og
greinileg, að hjcr verður allur efi að víkja, og að postularnir hafi
skilið orðin þannig sjest bezt á því, að þeir halda skýlaust fram
jafnstæði þessara þriggja persóna guðdómsins. Eu þegar menn
gagnvart þessu halda því fram, eins og opt er gjört, að þrjár per-
sónur geti ekki verið ein pcrsóna (en guð er einn), — þá bcr þetta
að cins vott um þekkingarleysi á öllu því, scm bæði ritningin og
kirkjan kenna í þessum efnum, að ritningin og kirkjan kenna
greining persónanna þrátt fyrir verueininguna. Eu þessi greining
persónanna þrátt fyrir verueininguna liggur þegar í orðunum faðir
og sonur, eins og líka Jesús sjálfur ákveður þetta nákvæmar þar
sem hann kemst svo að oröi: „Eins og faðirinn hefir lífið í sjálf-
um sjer, þannig hefir hann einnig gefið syninuin að hafa lífið í
sjálfum sjer“. En þetta „að hafa líf í sjálfum sjer“, er einmitt
það, sem aðgreinir hið eilífa og guðdómlega frá hinu skapaða og
mannlega.
Hvað það að endingu álirærir, að postulakirkjan „hafi ekki
vitað af neinum guði Josú“, - svo jeg brúki orð, sem jeg ekki
als fyrir löngu las í einu af blöðum vorum, þá er það ekki ann-
að cn nýtt og harðla ljóst dæmi þoss, hve djúpt þeir rista sumir
hverjir þessir golubelgir nútímans, cr ckki geta á sátts höfði setið
við kirkjutrúna. Sá maður, sem neitar því, að postulakirkjan hafi
þekt guðdóm frelsarans kemur skjótt, upp um sig, að liann hefir
ahlrci lesið eitt cinasta af hinum postullegu brjefum nýja testa-
mentisins, þessum brjefum, sem hvað bezt sýna oss, hvað postula-
kirkjan hefir kent og kenna látið í hinum kristnu söfnuðum.
Þogar því trúarjátning Níceu-þingsins, 325 árum eptir fæðingu
frelsarans, játar trú „á einn drottin, Jesúm Krists, guðs eingetinn
son, fæddan af föðurnum fyrir allar aldir, guð af guði, ijós af ljósi,
sannan guð af sönnum guði fæddan, en ekki skapaðan, af sömu