Verði ljós - 01.08.1896, Side 6

Verði ljós - 01.08.1896, Side 6
138 Pað er þessi vitnisburðurhjartans, sem guðfræðingarnirhafa kallað vitnisburð heilags anda í hjarta mannsins, sem alt er að síðustu undir komið. Hefði jeg ekki þennan innri vitnisburð úr sálu minni við að styðjast, hefði jeg aldrei gctað svarað rjettilcga spurningunni miklu, hve sterka og hve áþroifanlega ytri vitnisburði, sem jcg hefði haft við að styðjast. En það er einmitt þessi vitnisburður, sem alla þessa menn vantar, sem á vorum dögum standa ef- andi frammi fyrir gátu krossins. Hjarta þeirra hefir aldrei bragð- að hinn dýrðlega frið og fullsælu, or veitist því undir krossi Jesú Krists. Þeir hafa aldrei lcitað á fund hans með sundurkraminn anda og sundurmarða sál, aldrei staðið skjálfandi frammi fyrir hinum heilaga dómara lifenda og dauðra og því heldur aldr- ei reynt sætleika hinnar guðdómlegn tilsagnar: „Þjer eru þínar syndir fyrirgefnar!“ Þess vegna skilja þeir ckki hinn mikla leyndardóm guðhræðslunnar; þess vegna standa þeir hikandi og efandi gagnvart spurningunni miklu eða algjörlega hafnandi svari hinnar kristnu kirkju upp á þessa spurningu. Jeg mun hafa tekið það fram í einum af fyrstu pistlunum mínum um þetta efni, að spurningunni miklu: „Hvað virðist yður um Krist? Hvers son er hahn?“ hlyti jafnan að vera samfara önn- ur, spurningin: „Hvað virðist þjer um sjálfan þig?“ — að þcssar spurningar stæðu í svo nánu sainbandi hvor við aðra, að svar liinn- ar fyrri væri algjörlega komið undir svari hinnar siðari. Þetta hið sama vil jeg nú að síðustu endurtaka, Bergþór minn góður! en með öðrum orðum, þannig: Til þess að gota öðlazt rjetta þekk- ingu á Jesú frá Nazaret og geta svarað rjcttilega spurningu þeirri, hver hann sje, verður maðurinn að þekkja sjálfan sig. En cininitt vöntun sjálfsþekkingar er hin hulda orsök hinnar út- breiddu Krists-höfnunar nútímans. Menn sjá ekki hin miklu and- armeinin og leita því heldur ekki og íinna cnga þörf á að leita hins mikla læknis í ísrael. Þess vegna er það oitt höfuðviðfangs- efni okkar prestanna nú á tímum — sem þó þlví miður virðist vera hulið mörgum þeirra — að reyna að opna augu mannanna fyrir hinu sanna ástandi þeirra, vckja hjá þeim hina rjettu sjálfsþokk- ingu, svo að þeir gangi ekki umhugsuuarlaust fram hjá hinum dýr- mætu liknarlindum, sem eru opinberaðar í Jesú Kristi, heldur leiti sálu sinni og anda svölunar hjá honum, sem einn hcíir orð eilífs lífs. En hver sá, er þjáður af andans huugri og þorsta leitar á fund frelsarans, hann mun áður en langt líður geta svarað spurn-

x

Verði ljós

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.